fbpx

LANGAR: BABYNEST

LANGARSMÁFÓLKIÐ

Kasólétt kona gengur með óskalistann endalausa í höfðinu. Aðallega velti ég því fyrir mér hvað ég þarf og hvað ég þarf ekki? Annað bara langar mig það mikið í að ég titla það sem “musthave”, fyrri mig og minn.
Eitt af því sem er á óskalistanum er vara sem er tiltölulega ný á Íslandi –  sænskt “babynest” sem ég held að eigi eftir að bjarga mér fyrstu dagana með nýtt barn á heimilinu. Takk Linnea og Petit.is fyrir að kynna landann fyrir þessari notalegu dýnu. Þið sem ekki þekkið vöruna sjáið hana hér að neðan –

1459961_10152863106502922_3349072769402738174_n 10858456_10152945539822922_752352888970973910_n white-big f6a02bebbffcf4419d55f9d9815918af 686967b0c16c2efb366d3c72381fa8ee

Ég þekkti örlítið til Babynest áður en það fór í sölu á Íslandi enda með eindæmum vinsælt í Svíþjóð þar sem ég bjó í þrjú ár. Í dag las ég að margir af sænsku spítulunum séu að nota hana á sínum sængurkvennadeildum sem ýtir undir löngunina hjá mér. Segir mér enn frekar að þetta sé eitthvað sem gefur litla krílinu mínu öryggi fyrst um sinn. Eru einhverjir lesendur sem geta deilt með mér sinni reynslu af þessari fínu vöru?

Langar ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLA BOB

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Inga Hrönn

    17. December 2015

    Ég mæli eindregið með þessu! Gat ekki án Babynest verið fyrstu vikurnar. Þvílíkur munur á svefn hjá henni þegar að ég var með hana í Babynest og þegar að ég var ekki með hana í því. Hún var svo örugg með sig î þessu og ég líka örugg með hana í þessu og fengum við því báðar góðan svefn strax frá fyrsta degi :)

    • Elísabet Gunnars

      17. December 2015

      Já – ég fæ sömu tilfinningu. Takk fyrir að deila þinni reynslu … þú ert alveg að selja mér þetta. :*

  2. Edda

    17. December 2015

    Vinkona mín saumaði svona fyrir mig og gaf minni dömu. Ótrúlega þægilegt að hafa hana í þessu, sérstaklega þar sem við vorum ekki með neina vöggu frammi í stofu. Þannig hún kúrði í þessu í sófanum og notaði þetta til svona 3-4 mánaða. Mæli mjög mikið með!

    • Gréta

      18. December 2015

      Það er sérstaklega tekið fram að um sé að ræða HEIMASAUMUÐ babynest. Sænsku Orginal Babynestin eru framleidd eftir ströngustu öryggiskröfum og falla ekki undir þessa viðvörun.

      • Elísabet Gunnars

        18. December 2015

        Var einmitt að klára að lesa yfir linkinn hér að ofan. Þessi babynest eru ekki það sama og ég hef verið að skoða. :)

      • Hildur

        18. December 2015

        Það er ekki rétt eins og Herdís útskýrir betur í umræðunum við linkinn hér að ofan og athugasemdir hennar lúta alls ekki bara að heimasaumuðum hreiðrum. Það skiptir ekki máli hvort hreiðrin eru saumuð á Hofsósi, Balí eða Gautaborg. Lykilatriðið er að það eru ekki til neinir staðlar í heiminum yfir ungbarnahreiður. Því hefur það enga merkingu þegar framleiðendur segjast viðhafa ströngustu öryggiskröfur. VIð vitum ekkert hvað í því felst og það hefur enga merkingu. Á meðan Evrópusambandið hefur ekki sett staðla fyrir vöruna verður, að sögn Herdísar, að mæla gegn því að varan sé notuð. Hún segir sjálf við fyrirspurn um ungbarnahreiðrin sem notuð eru í Svíþjóð:
        “…eins og áður sagði getur framleiðandi ekki uppfyllt stðal því staðallinn er ekki til. Ég er í staðlanefnd sem er að skrifa staðla yfir stuðkanta og þar er kona frá neytendastofu Svíþjóðar og hún eins og ég og fleiri erum að pressa sameiginlega á Evrópusambandið að skrifa staðal yfir þessa vöru. þrátt fyrir að Svíar séu mjög meðvitaðir þá er þetta líka svona hjá þeim þeir eru eins og önnur Evrópulönd í þessu máli. Ég er að fræða en ekki hræða og foreldrar þurfa að skilja hvað er hvað til að geta tekið réttar ákvarðandir og þessvegna að beiðni frá foreldrum var ég beðin að fjalla um þessa vöru, því það er verið að framleiða þessi hreiður út um allt og selja og þetta verður ekki stoppað fyrr en skaðinn er skeður. Vandamálið er að stofnunin sem fer með málaflokkinn Neytendastofa er fjársvelt af stjónvöldum og hefur ekki mannskap til að sinna sínum málum og kanna hvað er verið að framleiða og fræða fólk allmennt um þessi mál þar sem að ég hef talsverða þekkingu í þessum málum ákvað ég að verða við kalli og skrifa um þetta”.

        • Elísabet Gunnars

          18. December 2015

          Leiðinlegt að heyra þessa upplifun. Tek hana auðvitað til greina en held mínu innsæi og bíð spennt eftir því sem sænsku spítalarnir nota og þykir viðurkennt – ég er nefnilega búin að panta :)

          Takk fyrir ábendingarnar allar xx

    • Elísabet Gunnars

      18. December 2015

      Þetta er ekki það sama og ég er búin að vera að skoða. Upprunalega Babynest er frá verksmiðju sem heitir Kamned og selur upprunalegu vöruna sem er framleidd eftir mjög ströngum öryggiskröfum. :) Það eru sömu og fást í Petit.is á Íslandi og eru notuð á sjúkrahúsum í Svíþjóð

  3. Úrsúla

    17. December 2015

    Þetta er einmitt líka notað á Vökudeildinni hérna :) eða svipað allavega.

  4. Thelma

    17. December 2015

    Ég á svona babynest frá Petit og ég elska það! Ég notaði það í 8 mánuði, reyndar er dóttir mín fædd 6 vikum fyrir tímann og er frekar lítil og nett ennþá. Ég tók það með ef ég fór eitthvað og hún svaf mjög vel í því. Besta fjárfestingin

  5. Gréta

    18. December 2015

    Ég á barnið á auglýsingamyndunum sem sefur svo vært í babynestinu.. Ég taldi mér trú um það að ég væri með vöggu og að hún væri nógu “portable” og ég þyrfti elli babynest… Ég harkaði það af mér og nú er þetta það sem ég skal eignast áður en næsta barn fæðist, ásamt ungbarnastólnum ofan á TripTrap frá Stokke. Gangi þér vel á lokasprettinum!

    • Elísabet Gunnars

      18. December 2015

      Yndislega fallega barnið þitt. Hefði auðvitað átt að setja credit lista :) Takk fyrir tipsið. Ég er búin að panta mér eitt stykki.

  6. Inga Dóra

    19. December 2015

    Hélt ég þyrfti ekkert svona babynest því ég var ekki með það með síðasta barn.. þar hafði ég rangt fyrir mér :)
    Mamma hafði farið í Petit og keypt handa okkur og beið það á rúminu þegar við komum heim af fæðingardeildinn og þetta er mest notaðasti hluturinn á heimilinu þessa dagana! :) Tek það líka með mér yfir til mömmu og pabba þegar við förum þangað og hann kúrir í því þar í löngum heimsóknum. ;)

    Drengurinn sem er rúmlega 3ja vikna sefur í babynest-inu í vöggunni, í sófanum og uppi í rúmi. Það bjargaði mér líka fyrstu dagana eftir fæðingu þegar ég átti erfitt með hreyfingar að geta bara haft hann uppi í rúmi hjá okkur og verið örugg um hann og að þurfa ekki að standa upp til að sækja hann í vögguna til að gefa honum brjóst :)

    Fær 12 stjörnur af 10 mögulegum á mínum bæ ;)