Kasólétt kona gengur með óskalistann endalausa í höfðinu. Aðallega velti ég því fyrir mér hvað ég þarf og hvað ég þarf ekki? Annað bara langar mig það mikið í að ég titla það sem “musthave”, fyrri mig og minn.
Eitt af því sem er á óskalistanum er vara sem er tiltölulega ný á Íslandi – sænskt “babynest” sem ég held að eigi eftir að bjarga mér fyrstu dagana með nýtt barn á heimilinu. Takk Linnea og Petit.is fyrir að kynna landann fyrir þessari notalegu dýnu. Þið sem ekki þekkið vöruna sjáið hana hér að neðan –
Ég þekkti örlítið til Babynest áður en það fór í sölu á Íslandi enda með eindæmum vinsælt í Svíþjóð þar sem ég bjó í þrjú ár. Í dag las ég að margir af sænsku spítulunum séu að nota hana á sínum sængurkvennadeildum sem ýtir undir löngunina hjá mér. Segir mér enn frekar að þetta sé eitthvað sem gefur litla krílinu mínu öryggi fyrst um sinn. Eru einhverjir lesendur sem geta deilt með mér sinni reynslu af þessari fínu vöru?
Langar ..
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg