Í dag fór nýr áhugaverður fréttavefur í loftið, Kvennablaðið.is (!)
Það eru nokkrir dugnaðarforkar sem að halda úti blaðinu. En ein þeirra er leikkonan Steinunn Ólína en langaamma hennar, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, stofnaði samnefnt blað árið 1895. Það má því segja að um endukomu sé að ræða en nú á nútímaformi sem nettímarit.
Ásamt skrifuðum greinum birtast líka video viðtöl við áhugaverðar konur úti í samfélaginu.
Ég var spennt að horfa á viðtal við Helgu Ólafs yfirhönnuð hjá Ígló&Indí. En ég er mikill aðdáandi fatamerkisins fyrir litlu skottuna mína.
.. og auðvitað enn spenntari að horfa á hana Hildi okkar í nýja hlutverkinu sínu í Einveru. Ég er mjög spennt að kíkja þangað sjálf í heimsókn.
Til hamingju með þennan nýja íslenska netmiðil. Hlakka til að fylgjast með.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg