fbpx

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL4

KONUR ERU KONUM BESTAR

4. október klukkan 12:00 – fjórði góðgerðabolur KEKB fer í sölu, ég hlakka svo til!

Uppáhalds verkefni ársins, Konur Eru Konum Bestar, er handan við hornið. Það er með mikilli gleði í hjarta sem ég skrifa um þetta verkefni sem við höfum svo mikla ástríðu fyrir. Ég er svo þakklát fyrir þessar viðtökur sem hvetja okkur til að halda áfram ár eftir ár – nú er komið að 4. útgáfu. Þegar fyrsti bolurinn fór í sölu árið 2017 óraði okkur ekki fyrir því að þetta myndi fara á svona svakalegt flug. Síðustu árin höfum við styrkt við mismunandi og mikilvæg málefni á sama tíma og við minnum konur á að standa sem þéttast saman og hvetja hvor aðra frekar en að draga niður. Þannig blómstrum við allar!

TAKK til ykkar sem eruð með okkur í klappliðinu – það mega allir vera með, nóg að lausum plássum!

Hér frumsýni ég 2020 útgáfuna. Árið endalausa … 20202020 … það er viðeigandi að merkja þennan bol þessu furðulega ári, þannig munum við aldrei gleyma því að þessi útgáfa hafi orðið til á erfiðum tímum. Það er nú svolítið fyndið að segja frá því hvernig þessi hugmynd kom til en innblásturinn kemur frá  íþróttatreyju eiginmanns míns –  stelpurnar spottuðu son minn klæðast handboltatreyju frá Ribe Esbjerg (liðið sem Gunni spilar með)  sem svipar til merkingarinnar að framan. Sjá mynd t.d. HÉR. Letrið er frá að sjálfsögðu frá okkar einu sönnu Rakel Tómas  <3

Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum.

Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konur Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað. Áfram gakk .. gott að minna sig á!

Voilà! KEKB 20

Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn :( í staðinn fengum við allskonar fólk til að hjálpa okkur að dreifa boðskapnum. Aldís Pálsdóttir tók fallegar myndir af fullt af flottu fólki sem saman myndar rafrænan viðburð þetta árið. Fylgist með næstu daga og við hvetjum ykkur einnig til að hjálpa okkur að láta orðið berast.

Ég mun birta allar myndirnar hér á Trendnet daginn sem bolirnir fara í sölu – 4.október.

Eftir að bolurinn fer í sölu þá vona ég að fleiri sýna okkur samstöðu með því að kaupa bolinn og minna á söluna með því að birta myndir á netinu.  Ég hlakka svo til að fylgjast með öllum þeim sem merkja #konurerukonumbestar undir sínar myndir í næstu viku.

JÁ – þið sjáið rétt! Í fyrsta sinn seljum við bolinn í tveimur litum, svörtu og hvítu (!) VEI

Elska þessar konur: Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, AndreA Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Elísabet Gunnarsdóttir
Verð:  6.900 isk
Stærðir: XS-XL

Þeir eru stórir í stærðum  (flestir eru að taka einu númeri minna en vanalega)
SALA: HÉR (á sunnudaginn, 4.október)

Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu. MIKILVÆGT MÁLEFNI!

„Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“

Ég vona að sem flestir tryggi sér bol. Góðgerðarbolirnir verða aðeins fáanlegir í sölu í tvær vikur og takmarkað framboð í boði.

Psst ..  svona fallega merktur vatnsbrúsi fylgir með fyrstu 100 pöntunum.  

 

 

2017 – gáfum 1 milljón í Kvennaathvarfið
2018 – gáfum 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
2019 – gáfum 3,7 milljónir til KRAFTS, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.
Hlakka til að merkja við 2020 og sjá hvað til safnast það árið

TRYGGIÐ YKKUR EINTAK 4.OKTÓBER, SÝNUM SAMSTÖÐU OG LÁTUM GOTT AF OKKUR LEIÐA Í LEIÐINNI

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@KEKB á Instagram

FRIYAY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Andrea

    1. October 2020

    <3 LOOOOOVELOOOOOVE

  2. Kristín

    4. October 2020

    Ætlaði að vera með en sold out í báðum litum í XL hálftíma eftir að sala hófst.

    • Elísabet

      4. October 2020

      VIÐ ERUM BÚNAR AÐ BÆTA VIÐ BOLUM – TAKK FYRIR STUÐNINGINN <3