fbpx

KOMONO FYRIR TVO

DAGSINSLÍFIÐ

Hæ héðan, frá sólríkum lunch.
Ég ákvað að sýna ykkur úrið sem ég ber á hendinni að þessu sinni. Það var í afmælispakka til Gunna á dögunum en ég keypti það ekki bara fyrir hann og það sannar sig í dag.
Ég fékk það lánað í morgun þegar hann skyldi það eftir á glámbekk heima – óheppinn hann – heppin ég.

//

My birthday present to Gunnar was not only for him – today he left it at home and lucky me. Simple and nice from Komono.

 IMG_7627IMG_7626
Úr: Komono / Húrra Reykjavík
.. á myndinni sést reyndar líka glitta í nýjan hring sem ég fékk að gjöf frá netversluninni Anabel – 3 lita ryðfrítt stál.

Annars vona ég bara að þið eigið flest gleðilegan föstudag. Þið sjáið að ég er mætt í blómabúðina þar sem ég ætla að næla mér í föstudagsblómin að þessu sinni. Ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

APRÍL Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg