fbpx

KJÓLARNIR Á MET GALA 2014

FASHIONFÓLK

Met Gala fór fram í gærkvöldi í New York borg en þar klæðast stjörnurnar sínum fínustu pússum.
Ég skoðaði klæðaburðinn og myndaði mér mína skoðun á uppáhalds átfittum kvöldsins.

1900132_10154175946870601_4636913968574191549_n 10334464_10154175942405601_7435812864238154381_n
Beyonce var “Best dressed” á Met Gala að mínu mati. Óaðfinnanleg í Givenchy Couture ásamt eiginmanni sínum Jay Z sem klæddist einning Givenchy. Lúkkið er fullkomið að mínu mati. Glitrandi see through kjóllinn í fallegu sniði við dásamlegt hárskraut og dökkar varir sem setja punktinn yfir i-ið. Hvernig ná þau að vera svona fabulous aftur og aftur og aftur?
_

Dakota Johnson in Jason Wu:

img-dakotajohnson_212418118589.jpg_gallery_max
Þrátt fyrir að vera í látlausu dressi fangaði hún augu mín. Það var rétt valið að leyfa hárinu að liggja lausu niður. Hanskarnir passa vel við heildarlúkkið.
_

Cara Delevingne í Stella McCartney topp, buxum og skóm:
cara-delevigne_211559375349.jpg_gallery_max
Cara er töffari af guðs náð. Stella (McCartney) dressaði þær nokkrar fyrir þetta kvöld og af þeim sem klæddust hennar hönnun þá fannst mér Cara vera flottust. Sannar að glæsileikinn kemur ekki í kjólunum heldur að kunna að klæða sig eftir karakter.
_

Johnny Depp klæddist svörtum jakkafötum frá Ralph Lauren á meðan Amber Heard  var í kjól frá Giambattista Valli Haute Couture:

johnny-depp-amber-heard_205853834221.jpg_gallery_max
Þó að mér finnst kjóllinn klæðilegur á Amber þá er hún heppnust með fylgihlutinn stóð henni við hlið. Unnustann, hann Johnny Depp.
_

Gisele Bündchen in a Balenciaga:

img-giseletombrady_205918176282.jpg_gallery_max
Gerist ekki meira gala en að mæta bjútífúl í Balenciaga.
_

Lupita Nyong’o in a Prada með Cartier skart:

488333653_20083753278.jpg_gallery_max
Eftir öskubusku mómentið á Óskarnum (þar sem hún klæddist einnig Prada) steig hún í allt aðra átt í þetta skiptið. Ég elska græna neta skartið sem nær henni niður á ökkla. Ég hefði sleppt hárbandinu.
_

David Beckham í Ralph Lauren ásamt Victoriu Beckham í Victoria Beckham.

488322257_193601685839.jpg_gallery_maxVictoria-David-Beckham-Met-Gala-2014
Það gleður mig hversu dugleg frú Beckham er að klæðast sinni eigin hönnun.

_

Síðust en alls ekki síðst, Sarah Jessica Parker í Oscar de la Renta :

1_184630209485.jpg_gallery_max"Charles James: Beyond Fashion" Costume Institute Gala - Arrivals "Charles James: Beyond Fashion" Costume Institute Gala - Arrivals
Aðeins hún kemst upp með þetta dress. Fullkomið Carrie Bradshaw móment (!) Dásamleg. Þarf ekki að segja meira.

Eigið þið ykkar uppáhalds dress?

xx,-EG-.

LOVE DENIM

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Alexandra

    6. May 2014

    oh mér fannst karolina kurkova svo flott!

  2. Amna

    6. May 2014

    Fannst persónulega Suki Waterhouse vera flottust í Burberry og Emma Stone var guuulllfalleg :D

  3. Karen Lind

    6. May 2014

    Cara langflottust að mínu mati… og svo Beckham. Ótrúlega skemmtilegt allt saman engu að síður!

  4. Jóna

    6. May 2014

    Cara, Kim Kardashian og VB langflottastar að mínu mati!

  5. Hildur

    6. May 2014

    Að mínu mati stal Blake Lively algjörlega senuni

  6. Elísabet

    6. May 2014

    Cara var lang flottust en persónulega fannst mér Beyonce ekki með þetta núna.