fbpx

KARL LAGERFELD NOTAR ÍSLENSKA HÚÐVÖRU

BEAUTYFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version below

Að sjálfur Karl Lagerfeld noti íslenska húðvöru finnst mér teljast til stórtíðinda! En hann telur upp sínar snyrtivörur í franska Vogue í desember. Til hamingju með þessa stóru auglýsingu Bio Effect. Vörurnar hafa náð gífurlegum vinsældum og vissum kúl stimpil. Nú í franska Vouge og eru t.d. seldar í versluninni Colette í París, en það er ein svalasta og vinsælasta verslun tískuborgarinnar.

Maðurinn minn hefur áður talað um þetta krem þar sem hann heyrði að þetta væri vinsælt dagkrem hjá karlkyninu. Kalli selur enn frekar hugmyndina.

Hingað til hef ég verið mest fyrir Bláa Lóns vörurnar og kaupi því lítið annað.
Þetta gæti þó verið góð ný hugmynd með í jólapakkann hjá mínum manni í ár – ætli hann lesi nokkuð þennan bloggpóst?

15370099_1130607010371303_4995685138594095893_o

Annars elska ég þessa svarthvítu forsíðu sem hann deilir með Lily-Rose Depp – svo afslöppuð og kúl að mörgu leiti.
Sjáið þessa gullfallegu stjörnudóttur Johnny Depp og Vanessu Paradis –

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

The cover of the Vogue Paris December 2016/January 2017 issue lensed by Hedi Slimane.

//
Karl Lagerfeld is a fan of the Icelandic Bioeffect products. In the french Vouge he shared the products he uses and the drops from Bioeffect were one of them. A really big plus for the brand and this will definitely increase the popularity of the products which have been really successful.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Transcendence hjá Hildi Yeoman

Skrifa Innlegg