Ég hef lengi haldið upp á fjölskyldufyrirtækið Kara Rugs sem stofnað var árið 2018 af fótboltamanninum Ólafi Inga og eiginkonu hans Sibbu Hjörleifsdóttur. Þau byrjuðu ævintýrið með því að flytja inn handofnar tyrkneskar mottur eftir búsetu í Tyrklandi um nokkurt skeið. Í dag hefur vöruúrvalið breikkað og bjóða þau upp á mottur frá ýmsum vel völdum birgjum hvaðan af úr heiminum. Sænska merkið Classic Collection er virkilega veglegt merki sem sérhæfir sig í handofnum mottum frá Indlandi. Fyrirtækið setur mikinn metnað í handverkið og vinnur náið með verksmiðjum sínum til að skapa vörur sem endast. Classic Collection motturnar eru handofnar í vefstólum, hver og ein, eftir ævagömlum hefðum á Indlandi. Engar vélar koma þar við sögu. Hver motta er því einstök.
Ég mátaði nokkrar mottur fyrir stofuna okkar heima og fór yfir málið á story með ykkur. Hægt er að sérpanta flestar mottur frá Classic Collection mjög stórar, 250×350 og 300×400. Það er örugglega gott tips að fá fyrir marga.
KÓÐINN elgunnars10 gefur þér 10% afslátt hjá KaraRugs dagana 21.-26.október
ÝTTU HÉR TIL AÐ SJÁ KARA RUGS HIGHLIGHTS Á INSTAGRAM
CLASSIC COLLECTION
Hver motta er einstök og smávægileg frávik á mynstri, lit og stærð geta komið fram. Þessi frávik eru það sem gerir motturnar frá Classic Collection persónulegar og einstakar. Hver motta framleidd fyrir Classic Collections skapar vinnu og hjálpar til við að halda lífi í gömlum hefðum. Motturnar eru vottaðar af Care & Fair.
Hér að neðan eru þrjár ljósar og dásamlegar sem ég mátaði í okkar stofu. Úrvalið er auðvitað miklu meira og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
CURVE IVORY
Ullarmottan Curve Ivory er handofin úr mjúkri ull. Hún hefur hærra og lægra ofið munstur flatofin í grunninn með loðnu bogadregnu mustri. Mottan er einstaklega mjúk og kósý.
ARCH WHITE
Mottan Arch white er handofin úr meðhöndlaðri bómull og fáanleg í nokkrum stærðum. Textíllinn er mishár í mottunni sem skapar nýtískulegt en samt fágað munstur.
ARCH WHITE BÓMULLARMOTTA FÆST HÉR
PLAIN SAND
Plain Sand er ullarmotta sem hægt er að fá í tveimur litum og þremur stærðum. Mottan er látlaus með kögri á styttri hlið mottunnar og er afar einfalt að stílera hana með öðrum mottum eða eina og sér. Mottan er slitsterk og hrindir frá sér óhreinindum og gerir hana því hentuga fyrir flesta staði á heimilinu. Plain er tillvalin undir matarborð, í hol eða stofu. Meira: HÉR
Að lokum.
Ég verð auðvitað að fá að mæla með þessari hér sem við höfum átt í nokkur ár og elskum svo mikið þó við séum að taka pásu á henni þessa dagana. Oh danska heima, ég sakna svo!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg