fbpx

KAFFIJÓL Í FALLEGUM KJÓL

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Gleðilegan þriðja í aðventu kæru lesendur!
Ég held áfram að gefa og gleðja mína fylgjendur í tilefni jólanna og að þessu sinni er það Sjöstrand og AndreA sem sameinast í veglegri gjöf. Kaffijól í fallegum kjól, er það eitthvað? Mér finnst það dásamlegt combo og auk kaffivélarinnar og jólakjólsins þá fylgja 100 góðar kaffistundir og auðvitað auka gjöf fyrir vin sem þú merkir. Leikurinn fer fram á Instagram hjá mér.

Sjöstrand kaffivélin er tímalaus og klassísk Skandinavísk hönnun – úr ryðfríu stáli með glansandi áferð.

Kaffivélin er búin háþrýstipumpu (19 barómetrar) sem ásamt heitu vatni við rétt hitastig tryggir að öll bragðefni kaffisins komi fram í fullkomnu jafnvægi. Með því að nota umhvefisvænu kaffihylkin frá Sjöstrand færðu þægilega og sjálfbæra kaffilausn fyrir heimilið.
Í desember fylgir falleg gjafaaskja með öllum vélum. Askjan inniheldur 100 kaffihylki (7.490 kr. virði) – góð blanda af öllum Sjöstrand kaffitegundum – FÆST HÉR

Kristín dress er kjóll úr jólalínu Andreu  – kemur í nokkrum litum og klæðist svona líka vel. Klassík eins og allt sem kemur úr smiðju Andreu. Þessi kallaði á mig strax en úrvalið af jólafötum hefur sjaldan verið meira, svoo margt fínt. Skoðið nánar: HÉR 

Megi heppnin vera með þér, taktu þátt hér  –

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

KOMIN Á KINFILL VAGNINN

Skrifa Innlegg