Eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég tók að mér á árinu var þegar ég tók að mér að búa til litakort með BYKO. Að mínu mati heppnaðust litirnir ótrúlega vel og ég er svo þakklát fyrir viðbrögðin frá ykkur við pallettunni.
LESIÐ LÍKA: LITAKORT BYKO – BASIC ER BEST
Kaffi með klökum er einn af mest seldu litunum í málningadeild Byko sem er alveg frábært að fá að heyra af. Ég er einmitt sjálf svo ánægð með útkomuna á þeim lit en liturinn er innblásinn frá sambærrilegri blöndu sem við voru með í stofunni á danska heimilinu okkar.
Danska heima með sambærilegum lit – ætli kaffi með klökum sé ekki tón ljósari
Í dag nýtur liturinn sér vel í svefnherberginu okkar heima en svo finnst mér hann líka æði í nýja rýminu okkar hjá Sjöstrand úti á Granda – það kom auðvitað ekki annað til greina en að velja Kaffi með klökum á nýja kaffirýmið.
Kaffi með klökum í svefnherberginu heima
Kaffi með klökum á skrifstofunni úti á Granda
Litur í mótun
Mæli með Kaffi með klökum í hvaða rými sem er
Gleðileg kaffijól, í bolla eða pennsli ;)
xx,-EG-.
@elgunnars á Instagram
Skrifa Innlegg