fbpx

Jean Paul Gaultier X LINDEX

FASHIONFRÉTTIR

6a00e54ecca8b9883301630576e078970d-650wi

madonna_corset-cone_jean-paul-gaultier
Í fréttum er þetta helst (!)

Sænsku vinir mínir hjá Lindex munu í haust hefja sölu á fatalínu franska hönnuðarins Jean Paul Gaultier.
Verslunarkeðjan fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og gerir svo sannarlega vel við viðskiptavini sína með þessu nýja samstafi en herra Gaultier er eitt stærsta nafnið í tískuheiminum. Hann er hvað þekktastur fyrir hönnun sína á heimsfrægu korselettum söngkonunnar Madonnu sem við þekkjum svo mörg.

Það sem er frábært við samstarfsverkefni Lindex við hátískuna er að hvert ár rennur 10% af söluandvirði til rannsókna og baráttu Krabbameinsfélaga. Á Íslandi fer ágóðinn til Krabbameinsfélags Íslands.

JPG for Lindex_01

Um samstarfið segir hann:
“Þetta er frábær og skemmtileg upplifun að skapa línu sem túlkar hvernig ég sé Lindex en á sama tíma að taka þátt í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Ég hef trú á að við höfum fundið glæsilegt sambland þeirra þátta sem eru allt í senn djörf, flott og sterk lína sem einkennir hvað Lindex konan er”

Jean Paul Gaultier línan mun innihalda kventískufatnaði, barnafatnaði, fylgihluti og undirföt (Jess! – ég var mjög mikið að vona það).

Línan verður fáanleg í völdum Lindex verslunum þann 8. október og er Ísland á meðal landa sem selja munu vörurnar,  bæði í Reykjavík og í nýrri verslun sem opnar á Akureyri í sumar. Við bíðum því örugglega mörg spennt!

xx,-EG-.

RIHANNA á CFDA: VÁ!

Skrifa Innlegg