Ég hef átt erfitt með að sætta mig við þessar íslensku janúarlægðir sem hafa verið heldur margar fyrir mitt leiti. Ég þarf að fá að venjast öllum þessum gulu, appelsínugulu og rauðu viðvörunum sem veðurstofan minnir okkur á mjög reglulega. Þessu er ég alls ekki vön. Og að því sögðu, þá langar mig að þakka fyrir íslensku heitu sundlaugarnar sem skipta sköpum fyrir undirritaða.
Heitur pottur og gufa – svo sannarlega eitt af mínum G vítamínum á veturnar, verð endurnærð.
Munum að rækta og vernda geðheilsu okkar, meira HÉR
Eins og síðustu ár býður Geðhjálp 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu en heppnir dagatalseigendur geta á von á því að verða dregnir út í happdrætti sem inniheldur fjölda mergjaðra geðræktandi vinninga. Dregið verður 18. febrúar 2022.
Allur ágóði af dagatalinu mun renna í Styrktarsjóð geðheilbrigðis, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og skilning á málaflokknum.
Markmiðið dagatalsins er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu.
Þetta málefni hefur sjaldan átt betur við en nú og því hvet ég alla til að leggja því lið.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg