fbpx

SJÁLFBÆR TÍSKUVIKA – ÍSLENSKA SWIMSLOW TÓK ÞÁTT

FASHION WEEKÍSLENSK HÖNNUN

Takk fyrir mig CPHFW að þessu sinni. Ég á eftir gera svo mörgu góð skil hér á blogginu og vona að þið hafið gagn og gaman af.

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er með stórtæk plön og ætlar endurhanna hátíðina. Brotið var blað við opnun hátíðarinnar í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var um þriggja ára aðgerðaplan í átt að sjálfbærni þar sem fatamerkjum og hönnuðum var gefin skýr skilaboð að sjálbærni sjónarmið væru skilyrði fyrir þátttökurétti. Það er mikil vakning í tískuiðnaðinu og er þetta gott frumkvæði frá stjórn hátíðarinnar, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu. 

Mér finnst þetta frábært framtak og tók greinilega eftir því að flest merkin eru þegar farin að vinna eftir þessum gildum og áherslum. Auðvitað er ekki allt sjálfbært í tísku í dag og bransinn hefur hlotið mikla gagnrýni, en allir eru að gera sitt besta og stefna í rétta átt – ég finn mjög greinilega og sterkt fyrir breytingum, hjá bæði hönnuðum og framleiðendum sem og neytendum.

Umboðs- og PR skrifstofan Migliorini Agency stóð fyrir sjálfbærri sölusýningu á tískuvikunni og við kíktum að sjálfsögðu við. Þetta var í fyrsta sinn á dönsku tískuvikunni sem að sérstök sjálfbær sýning er haldin og vakti það mikla athygli og lof sýningargesta. Um var að ræða nokkur merki sýndu undir sama hatti og þar á meðal var eitt íslenskt sem við vorum auðvitað voða stolt af að sjá.

Íslenska sundfatamerkið Swimslow, sem er hannað af Ernu Bergmann, er eitt af þeim merkjum sem tók þátt í sýningunni ásamt öðrum alþjóðlegum merkjum sem eiga það sameinginlegt að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við hönnun og framleiðslu.

Þegar það kemur að sundbolum Swimslow er hugað að hverju smáatriði í framleiðsluferlinu, lögð er áherslu á að lág­marka áhrif á um­hverfið. Þráður­inn í efni sund­bol­anna er unn­inn úr úr­gangi, meðal ann­ars úr notuðum tepp­um og fiskinet­um sem er bjargað úr sjónum. Er þráðurinn bú­inn til í Slóven­íu með áherslu á lág­marks­áhrif á um­hverfið. Efnið í sund­bol­un­um er svo gert á Norður-Ítal­íu og er OEKO-TEX® vottað. Sund­bol­irn­ir eru svo saumaðir og fram­leidd­ir hjá litlu frá­bæru fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem er nokkra kíló­metra frá efna­verk­smiðjunni og þar ráða gæðin ríkjum. Sundbolirnir eru seldir í fjölnota pokum úr endurunnu efni sem að nýtist síðar í baðferðirnar, en auk þess eru þvottaleiðbeiningar inni í bolunum þar sem neytendur eru hvattir til þess að hugsa vel um flíkina til þess að ná hámarks endingartíma. 

(texti tekinn af heimasíðu swimslow)

Ég hef átt Swimslow sundbol frá því 2017, sama ár og að merkið var stofnað og ég ber hann stolt.

Áfram Ísland! Til hamingju Erna fyrir að hafa verið með í þessu græna stuði.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: UPPÁHALDS TÍMINN Í BORGINNI

Skrifa Innlegg