Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí opna sína aðra flagship verslun á Íslandi í dag.
Verslun þeirra í Kringlunni hefur verið fastur stoppustaður okkar mæðgna þegar við erum á landinu enda sú verslun með gott andrúmsloft fyrir börnin og falleg barnaföt fyrir mömmurnar. Ég er spennt að sjá hvernig til tekst með nýju verslunina og hlakka til að koma í heimsókn þangað að skoða vorlínuna sem að nú hangir á slánum. Nýja verslunin verður staðsett á Skólavörðustígnum, fallegustu götu í Reykjavík.
Til hamingju íslensku snillingar! Það er sérstaklega gaman að fylgjast með velgengninni hjá ykkur.
Áfram Ísland xx
//EGunnars.
Skrifa Innlegg