fbpx

HVER ER BEST KLÆDDI FRAMBJÓÐANDINN?

English version below

Tíska og pólitík fer ekki endilega alltaf vel saman en þetta er þó í annað sinn sem ég er fengin sem álitsgjafi um útlit stjórnmálamanna. Í þetta sinn fyrir Glamour sem pælir í klæðaburði frambjóðanda í oktorberútgáfu sinni. Ég hugsaði aðeins málið áður en ég fattaði hvað mér finnst Björt Ólafsdóttir alltaf smart. Hún klæðist gjarnan íslenskri hönnum sem mér finnst jákvæður punktur, hér að ofan í kjól sem mig dreymir um, eftir góðvinkonu mína Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur.

Lesið meira um mitt álit hér að neðan –
Ég tek það fram að mat mitt á klæðaburði hefur ekki endilega samleið með mínum pólitísku skoðunum svo fólk haldi nú ekki að hér sé um áróður að ræða ;)

 

14794201_10154140956577568_2076995045_n

Hver er best klæddi frambjóðandinn að þínu mati og afhverju?
Björt Ólafsdóttir er mjög smart kona sem nær að heilla mig með fallegum klæðaburði. Hún klæðist gjarnan íslenskri hönnun sem er stór plús að mínu mati.

Finnst þér klæðarburður skipta máli í kosningabaráttu og af hverju?
Frambjóðendur virðast flestir velja sér frekar basic og virðulegan klæðnað. Það gera þau líklega til að höfða til sem flestra sem er auðvitað sjálfsagt. Að mínu mati skiptir fatnaður máli að einhverju leiti. Fötin skapa manninn og fatnaður getur hjálpað mikið í kynningastarfi og framkomu.
Margir af fremstu stjórnendum heims velja sér einkennisbúning sem þau klæðast alla daga til að fækka þessum litlu ákvörðunum þar sem þau þurfa að taka stórar ákvarðanir í sínu starfi – það er kannski eitthvað til að tileinka sér?

 

14801021_10154140956552568_1032277285_n

Annars mæli ég nú ekki endilega með blaðinu útaf þessum síðum.
Þið vitið öll hver er á forsíðunni í oktober? Engin önnur en Sarah Jessica Parker, mynduð af Silju Magg, í einlægu viðtali –

14801252_10154140961182568_134635463_n

//
I gave the Icelandic Glamour my opinion on the best dressed people in the politics here in Iceland.
I chose Björt Olafsdottir. She often chooses Icelandic design, which I think is a big plus.

But that is not the biggest news in the October issue. The big news are the Sarah Jessica Parker is on the front page photographed by Silja Magg – good job!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Björt Ólafs

    19. October 2016

    Auðmjúkar tískuþakkir ;) <3