fbpx

HVAR ERTU? NÝ LISTASÝNING SEM LOFAR GÓÐU

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Fyrsta listaverk heimilisins og eini hluturinn sem er ekki málningadolla eða verkfæri barst inn um póstlúguna á B27 í  gærkvöldi. Fallegasta boðskort sem ég hef séð, á sýninguna “Hvar ertu” sem hefst um næstu helgi. Það er Rakel Tómas sem er listamaðurinn á bak við þessa fegurð –

Föstudaginn 20. ágúst opnar sýningin HVAR ERTU? Mikið hlakka ég til.
Í þessari sýningu notar Rakel líkamstjáningu til að endurspegla þær tilfinningar sem tengjast sambandsslitum, líkamlegri og andlegri fjarlægð, leiðinni til baka að nýju sambandi og sjálfinu sem týndist.

Verkin eru unnin með blýanti og kolum á pappír, en einnig spila speglar stóran þátt og acryl málningin aftan á gler veitir verkunum nýja og áhugaverða dýpt.

Í gegnum hönnunarferlið segist Rakel hafa velt því mikið fyrir sér hvað  “á staðnum” þýðir, hversu mikilvægt það er og hversu erfitt það getur verið þegar fólk er það ekki. Hvernig það er hægt að vera í sama herbergi og ná engri tengingu en á sama tíma vera í margra klukkutíma fjarlægð og tengja mjög djúpt, þó svo það sé bara í gegnum skilaboð.
Hún segir spegilinn vera á sama tíma allt en líka ekkert, hann myndar einhverskonar gat inn í verkið en sýnir líka umhverfið í kring og áhorfandinn getur bókstaflega speglað sig í verkinu og verður þar af leiðandi þáttakandi í því. Spegillinn veldur því líka að verkið er háð staðsetningu sinni, það breytist eftir því hvar það er, sem samsvarar síðan nafninu á sýningunni, Hvar ertu?

Hér að neðan má sjá brot af því hvað hvað koma skal.

Ég mæli með að sem flestir fylgi Rakel á Instagram þar sem hún sýnir ýtarlega frá hönnunarferlinu, undirbúning fyrir sýningar ásamt persónulegu efni þar sem hún fær aðstoð fylgjenda sinna til að taka ákvarðanir um ýmislegt tengt sköpun sinni @rakeltomas
https://www.instagram.com/p/CRJ2ilOAfLI/

HVAR ERTU?
Staðsetning: Grettisgata 3, 101 Reykjavík
Sjáumst þar!
Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: KLÆÐIST HVÍTU Á KAFFIVAKT

Skrifa Innlegg