fbpx

DRESS: KLÆÐIST HVÍTU Á KAFFIVAKT

DRESSLÍFIÐ

Að klæðast hvítu á kaffivakt, mögulega ekkert svo sniðugt þegar ég fór að spá í það eftir á. Flestir kaffiþjónar eru með svuntu en ég ákvað að lifa smá á brúninni ;) er svosem ný í bransanum og læri á leiðinni ..

Við áttum góðan dag með Sjöstrand þegar við mættum sem þjónar hjá Icelandic Startup í Grósku. Við höfum ekki gert mikið svona áður en teljum þetta skemmtlega nýjung í okkar kaffiþjónustu – virkaði allavega vel.

Fékk margar spurningar út í hvítu skyrtuna sem er æðislegt nýtt snið frá Andreu. Hún er ekki komin í sölu á netinu en þangað til finnið þið hana á slánum á Norðurbakka 1 í Hfj.                                                                                                                                    *gjöf

Sjöstrand & Chanel – gott combo

Skyrta: AndreA, Buxur: H&M, Skór: WonHundred

Afþví að ég er að spjalla um Sjöstrand þá verð ég að mæla með sumarkaffinu sem er í sölu tímabundið hjá okkur, mitt uppáhalds bragð þessa dagana sem  ég mæli með að sem flestir smakki. Fæst: HÉR

Sumarkaffið kemur í takmörkuðu upplagi og er ristað og blandað í lítilli sænskri kaffiristun í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm – Kersh Kaffe. Eigandi kaffiristunarinnar, Adel Kersh, valdi sjálfur kaffibaunirnar og sótti innblásturinn í Skandinavískt sumar. Baunirnar koma frá litlu kaffibýli í Perú, þangað sem Adel hefur fjölskyldutengingar.

Sumarkaffið er létt dökkristuð blanda af kaffibaunum frá Perú með hráaum kakótónum og sterku og langlífu eftirbragði. 100% lífrænt ræktað kaffi í niðurbrjótanlegu hylki.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ORKUSKOT HINU MEGIN VIÐ FJALLIÐ

Skrifa Innlegg