Hornið hans GM á B27 .. ⚓️
Staðan á íslenska heima er þannig að nú búum við fjögurra manna fjölskyldan á efri hæðinni í tveimur svefnherbergjum. Ölbu herbergi er ekki tilbúið og deilir því Manuel nýja herberginu sínu með stóru systir sinni og mun gera eitthvað áfram – þröngt mega sáttir sitja? Það fer allavega ágætlega um börnin sem eru mun þolinmóðari á framkvæmdirnar en við foreldrarnir.
Þetta fallega sjávarteppi gefur horninu hans GM fallega sýn. Teppið er hönnun Vík Prónsdóttir frá árinu 2005 en í vor var það endurhannað og er í dag prjónað úr mýkri og léttari ull, alveg dásamlegt.
Teppið er prjónað hérlendis, hjá VARMA í Ármúla og því umhverfsþáttur framleiðslunnar til fyrirmyndar.
Þið sem viljið tryggja ykkur teppið fyrir jól þurfið að hafa hraðar hendur því síðasti pöntunardagur er 10.nóvember, HÉR
Við elskum okkar og mælum með.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg