fbpx

H&M x LOVE STORIES

FRÉTTIRSHOP

Í morgun var kynnt spennandi samstarf hjá H&M. Um er að ræða fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf sænska risans og var það undirfatamerkið Love Stories sem varð fyrir valinu Ég þekki merkið eftir að það byrjaði í sölu hjá Hildi Yeoman á Skólavörðustíg og get með sanni sagt að þetta verður örugglega mjög næs flíkur ef vel heppnast.

Merkið, sem er frá Amsterdam, var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman, er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. Þegar ég vel mér undirföt finnst mér skipta öllu máli að þægindi séu til staðar, á sama tíma og maður vill auðvitað að þau lúkki. Love Stories kunna að sameina þá tvo kosti.

Í fréttatilkynningu segir:

H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstarhöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.

„Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomnlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar.  Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M.

„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmnri virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories.

Ég er strax komin með flíkur á óskalista og hlakka til að eignast þær um miðjan ágúst. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að svona samstörf eru alltaf á mjög góðu verði.  Svo auðvitað annað … ég nota alltaf náttföt sem venjuleg föt og þarna gæti ég hugsanlega gert góð.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: COPY/PASTE

Skrifa Innlegg