fbpx

H&M X EYTYS

FRÉTTIRSHOP

Ég er mjög spennt fyrir samstarfi H&M við sænsku snillingana í Eytys sem fer í sölu í lok mánaðar. Eytys eru hvað þekktastir fyrir hönnun sína á skóm sem hafa hitt í mark hér á meginlandinu. Íslendingar eru einnig farnir að kynnast merkinu eftir að Húrra Reykjavík tók það í sölu rétt fyrir jólin – ánægjulegt! Ég komst að því eftir að ég bloggaði um skemmtilegt markaðsefni frá Eytys á blogginu HÉR. Í kjölfarið heyrðuð þið nokkur í mér og létuð mig vita af því að merkið væri væntanlegt á Hverfisgötuna.

Yfirhönnuður H&M, Ann-Sofie, ásamt hönnunarteymi Eytys

Eitt af aðal atriðum hjá Eytys er að þau hanna vörur sínar án þess að gera greinamun á kynjunum eða aldri. Samstarfið með H&M er sérstakt fyrir Eytys að því leitinu til að í fyrsta sinn hanna þau fatnað og skó á smáfólkið okkar. Mér finnst þeim takast vel til og mun reyna að næla mér í samstæða sneakers á drengina mína tvo – eiginmanninn og soninn. Skórnir eru með þessum þykku botnum sem einkenna Eytys. Annars inniheldur línan margar týpur af skóm á herra og dömu – strigaskó, leðurskó, mocka og canvas en líka yfirhafnir, stuttermaboli,  gallabuxur í stífum efnum og fleira sem sjá má hér neðar í færslunni. Lakkjakkinn og stuttermabolurinn sem Ann-Sofie klæðist á myndinni að ofan eru bæði á mínum óskalista auk alhvítu strigaskónna sem ég myndi nota mikið í sumar (ég veit að það snjóar í dag en vorið er nær en okkur grunar .. )

Línuna í heild sinni getið þið skoðað hér að neðan:

 

Línan fer í sölu þann 24.janúar í útvöldum verslunum og á netinu. Ég hef ekki fengið það staðfest hvort línan fara í sölu í H&M á Íslandi en þykir það ólíklegt, ég mun uppfæra bloggið þegar svör berast.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

JEG ER IKKE ROYAL COPENHAGEN TYPEN

Skrifa Innlegg