Danska tískuvikan var haldin í rigningu og roki í Kaupmannahöfn fyrr í ágúst. Mjög ólík því sem oftast er. Ég fylgdist með helstu merkjunum úr fjarlægð að þessu sinni og tók saman smá brot til að birta hér á blogginu fyrir ykkur. Það er svo frábært hvað við fáum mörg af þessum bröndum í búðunum hér á Íslandi. Svo stutt síðan að það var ekki raunin. Við þurfum því ekki að leita út fyrir landsteinana til að nálgast danska hátísku.
Gult, Ljósblátt eða Ljósbleikt eru allt litir sem við veljum næsta sumar, helst frá toppi til táar. Beige heldur líka áfram.
Ljósir litir, Lengri stuttbuxur, Kjólar við buxur, Samfestingar, Heklað …
Hér að neðan er örlítið brot af því besta –
Rotate // Á Íslandi fæst Rotate í GK Reykjavík
Opéra Sport // Á Íslandi fæst Opéra Sport í Húrra
Saks Potts // Á Íslandi fæst Saks í Andrá Reykjavík
Ganni // Ganni fæst í GK Reykjavík
Stine Goya // Stine fæst í Andrá Reykjavík
Baum und Pferdgarten // verslun Baum er á Garðatorgi
Opéra Sport og Saks eru sammála um að við notum fína kjóla við buxur. Ég er til í þetta.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg