Já núna er ég á leiðinni til landsins, einsömul í vinnuferð. Ég er voða spennt en ég get ekki sagt að ég sé spennt fyrir kalda veðurfarinu sem að bíður mín. Það er eins gott að klæða sig vel! Það er greinilega komið haust. Og það minnti mig á heimsókn í Varma fyrr í sumar.
Varma er stærsti framleiðandi í prjónavöru á Íslandi. Aðal vörumerki fyrirtækisins er Varma The warmth of Iceland, ásamt hönnunalínunni Blik. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru sokkar, vettlingar, húfur, hárbönd, treflar og sjöl, ásamt allskyns flíkum úr íslenskri ull, einkum slám, peysum og kápum. Varma selur þó ekki aðeins undir sínu eigin merki því mjög margar af þeim prjónavörum sem að við kaupum frá íslenskum hönnuðum koma einnig úr sömu verksmiðju. Allavega þær al-íslensku en því miður framleiða mörg íslensk fyrirtæki erlendis.
Hjá Varma er lögð áherslu á að þróa og nýta íslenska ull í hágæða íslenska vöru enda eru gæði íslensku ullarinnar og mokkaskinnsins einstök.
Þjóðarstoltið varð heillað eftir þessa heimsókn – það er gott að vita til þess að íslenskt haldi á manni hita.
Vík Prjónsdóttir –
Þarna sjáið þið glitta í áþekka Farmers Market efnið –
Svona ættum við allar að eiga í einum lit … þessir eru bestir!
Mjög áhugaverð og skemmtileg heimsókn … Takk fyrir mig.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg