fbpx

STJÖRNUSPÁ SIGGU KLING Á TÍSKA.is

ALMENNT

Stjörnuspáin á Tíska.is hefur heldur betur slegið í gegn. Það er engin önnur en Sigga Kling sem að gerir spánna og nær henni fram á skemmtilegan og sannfærandi hátt. Spáin kemur inn á hálfsmánaðar fresti og flestir fésbókar vinir mínir láta það ekki fara fram hjá mér.
Ný spá kom inn í gær. Ég mæli með að þið kíkið á ykkar merki.

Ég er Naut … Þú líka?

NAUT

,,Þú ert að átta þig á því þessa daganna hvað er mikilvægast í lífinu, elsku naut.  Ekki það að þú hafir ekki alltaf vitað það innst inni, en málið er það að það er fjölskyldan sem skiptir öllu máli.”

Þó að það séu búnar að vera áhyggjur af fjölskyldumeðlimi sem hafa hrukkað aðeins ennið þitt munu þau vandamál leysast og þetta er tími bjartsýninnar.  Ekki einu sinni hugsa um að fylla þessar hrukkur með bótoxi, þetta jafnar sig.

Ævintýrin eru að kalla á þig og láttu hjartað ráða för í öllum ákvarðanatöku sem snúa að ást og fjölskyldu.  Aðlaðandi orkan þín mun hafa það mikil áhrif á aðra að það er sama hvað þú biður um, já verður svarið.

Það eru einhverjir erfiðleikar í stöðunni sem má rekja til fortíðar. Ekki láta það eyðileggja daginn, það er seinni tíma vandamál.

Það eru töfrar og galdrar í kringum þig svo mundu það bara að trúa að hlutirnir fari á besta veg og hættu allri neikvæðni því hún stuðlar aðeins að þunglyndi sem gerir lífið svo asskoti leiðinlegt og það veistu vel.  Í nautsmerkinu eru andlegustu verurnar, munið það, og það er ykkar að skapa skemmtilegra líf.


  

Öll stjörnumerkin finnið þið: HÉR

Hreinskilni og bjartsýni inn í þennan ágæta föstudaginn þrettánda ..

xx,-EG-.

LANGAR: LA PYRAMIDES DE PERLES

Skrifa Innlegg