fbpx

HEIMSÓKN: 17

HEIMSÓKN

Köflótt sjúk! ..

Þið tókuð kannski eftir því þegar ég heimsótti Gallerí 17 á Trendnet Instagram story í síðustu viku? 17 er verslun sem á alltaf smá part af hjarta mínu. Ég vann hjá verslunum NTC í hlutastarfi í mörg ár og svo sem verslunarstjóri áður en ég byrjaði í Háskólanum. 17 hefur verið flottasta tískuvöruverslun landsins í mörg mörg ár og gaman að geta til þess að pabbi minn vann t.d. þar þegar hann var ungur.

Ég sæki í 17 vegna merkja eins og Samsoe Samsoe, Just Female og Cheap Monday en þar fæst líka Tommy Hilfiger, Kenzo, Diesel og Envii sem er nýtt merki sem lofar góðu. Ekki má svo gleyma Moss Reykjavík sem margir tengja við mig eftir að ég vann fatalínu undir nafninu Moss by Elísabet Gunnars hér um árið. Eftir það samstarf var það algengur misskilningur að Moss Reykjavík væri hannað undir mínu nafni, alltaf. Og ég er enn að svara spurningum hvort þessi eða hin flík sé til hverju sinni. En sendi auðvitað alltaf boltann yfir til verslunarfólksins á gólfinu því ég er ekki með þau svör á hreinu :)

Í heimsókn minni mátaði ég nokkrar vel valdar flíkur frá mínum uppáhalds merkjum. Sjáið hér að neðan og í Instagram highlights hjá Trendnet.

Samsøe & Samsøe samstæðudress –
Dásamlegt efni og falleg smáatriði í blúndunum.

Eru ekki að koma páskar? Gula peysan er frá Envii

Just Female blússa í fallega grænum lit – líka til buxur í stíl –

Yfirleitt fýla ég ekki hermanna munstur en þessi jakki frá Samsoe kallaði á mig –

Köflótt við allt .. betra ef það er í rauðu –

Buxurnar eru mömmusnið frá Tommy Hilfiger – 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

PÁSKAGLAÐNINGUR

Skrifa Innlegg