fbpx

HEIMSÓKN: AndreA Boutique

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Ég sagði ykkur frá heimsókn minni í Andrea Boutique á dögunum: HÉR
Heimsóknin í verslunina var persónulegri en aðrar því þessari fylgdi kaffistund með hönnuðinum, sem er gömul vinkona sem ég hitti alltof sjaldan – dýrmætur bolli í Hafnafirði.

AndreA á stóran hóp af tryggum fastakúnnum sem hún hannar fyrir af mikilli ástríðu. Ég fann það þegar ég var í búðinni að hver og einn einstaklingur sem kom í heimsókn var hjartanlega velkominn í þetta heimilislega andrúmsloft. Það var gaman að sjá og gefur íslensku versluninni meiri sjarma fyrir vikið.

Ég tók út mínar uppáhalds flíkur og mátaði nokkrar til að sýna ykkur. 

DSCF6031
DSCF6040

Settu punktinn yfir i-ið –
Þessi sloppur er ný vara úr fallega munstruðu efni sem setur punktinn yfir i-ið á meðan við þurfum enn að klæðast vetrarklæðunum. Það hlakkar samt í mér að nota þessa see through flík á sólríkum dögum í þýska.
Sloppur sem sýnir línurnar fallega í gegnum baðklæðin. Er ekki að koma sumar?  Vonandi …

DSCF6054 DSCF6057

Everyday dress –
Boyfriend skyrta og bestu Lee buxur. Buxur sem ég hef verið hrifin af frá því að ég seldi þær sjálf í versluninni Centrum(RIP) í gamla daga. Ég er sérstaklega hrifin af þessum bláa lit en þær fást í fleiri þvottum og tveimur sniðum.

Uppáhalds dressið mitt í mátuninni er þetta hér að neðan …

DSCF5986 DSCF5987 DSCF5988

.. nei, þetta er ekki samfestingur. Þetta eru buxur og bolur sem ganga saman og í sitthvoru lagi. Hættulega þægilegt dress sem gengur casual og fyrir fínni tilefni. Rataði í minn innkaupapoka enda mjög Elísabetar-legt. Ekki rétt?

DSCF5996
Maður getur ekki alltaf verið “tilbúin í töku” .. eins og þessi svipur sýnir. Kápuna getið þið skoðað betur: HÉR en hún fæst í þremur ólíkum litum.

Takk fyrir mig AndreA Boutique. Gaman að sjá að þið blómstrið meira og meira með árunum.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ORÐ

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    3. February 2015

    Andrea er æðisleg og búðin líka! En það er fátt sem toppar þessa mynd af þér neðst hahaha

  2. Andrea

    3. February 2015

    Æði að fá þig í heimsókn – hlakka til næst (rff) svo gott að hittast og fara yfir málin yfir góðum kaffibolla