Halló Akureyri !
Æ hvað það er mikil hamingjusprauta að fá loksins að hitta þessa gulu á Íslandi. Ég þurfti þó að leita norður til að fá sumarstemninguna sem ég hef saknað svo síðan ég lenti á klakanum. Ég bara trúi ekki öðru en að það verði betra veður í bænum næstu vikur. Ég passaði mig sérstaklega að skrifa þennan póst með sólarkveðjum þegar ég veit að það er líka gott veður í Reykjavík, og meira að segja óvænt blíða. Njótið nú þarna fyrir sunnan!
Akureyri er einhvern veginn alltaf eins og útlönd á svona dögum. Við fengum sæti fyrir utan listisafnið á kaffihúsinu Ketilkaffi sem bauð upp á geggjað kaffi og dásamlegt útsýni og mannlíf. Ljúf heimsókn sem ég mæli með, hef ekki komið hingað áður.
Ljóst sett: Noel Studios, Skór: &OtherStories
Akureyri er nátturlega eins og útlönd í svona blíðu.
Mér finnst allir vera á Akureyri, svo aldrei að vita nema að maður rekist á ykkur hér á næstunni. Við börnin sendum pabbann í bæinn að vinna en ætlum sjálf að vera hér út vikuna þangað til við mætum á fjölskyldumót í nágrenninu um næstu helgi. Tekur því auðvitað ekkert að fara í bæinn á milli :)
Bestu kveðjur í bili.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg