Póstarnir mínir með kauptipsum vekja oftast lukku og því um að gera að hafa þá reglulegri. Nú er að líða að langri helgi sem við erum flest búin að plana á einhvern hátt. Ætlið þið út á landi? Út á lífið? Eða bara að hanga heima og mögulega gera og græja? Ég verð sjálf í sænska kotinu með góða gesti og fjölskyldudagskrá eftir því – súkkulaðiát og notalegheit.
Í tilefni páskana hef ég tekið saman kauphugmyndir frá íslenskum verslunum og að þessu sinni er þemað – gulur.
Þetta kom fyrst upp í hugann miðað við vöruúrval í íslenskum verslunum um þessar mundir. Já … þið sjáið glitta í eina girnilega Dominos pizzu innan um aðra girnilega gula hluti. Allskonar á óskalista hjá undiritaðri að þessu sinni.
Naglalakk: O.P.I/Hagkaup, Dagbók: Munum dagbók/Snúran.is, Páskalakkrís/egg: LAKRIDS by Johan Bülow, Kimono: Lindex, Sokkar: iglo+indi (kemur líka í fullorðinsstærðum), Anorakkur: Soulland/Geysir, Rúllukragapeysa: 66°Norður, Húfa: Norse Projects/Húrra Reykjavik, Loftljós: Design by us – Ballroom: Snúran.is, Pizza: Smoky Bearnaise/Dominos, Kápa: VeroModa
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg