HVAR KAUPI ÉG ANDLITSGRÍMUR? HÉR FÁUM VIÐ KAUPHUGMYNDIR

SHOPTREND

Með hvaða grímum mæli ég? DV spurði mig um álit og ég tók saman nokkrar úr íslenskum verslunum, lesið greinina í heild sinni HÉR og flettið svo niður bloggið til að fá enn fleiri kauphugmyndir –

Spúútnik, Hildur Yeoman, Apótek

Ég vil byrja á að taka það fram að ég er enginn sérfræðingur um grímur og hvet því fólk til að kynna sér hvaða grímur skila þeim tilgangi sem ætlast er til. Umhverfisins vegna þá er auðvitað best að nota fjölnota grímur og eru þær einnig fallegri að mínu mati – það er þó mælst til þessa að þær séu þvegnar einu sinni á dag í það minnsta.

Eins og áður þá held ég með íslenskum aðilum sem hafa prófað sig áfram í grímugerð og nýtt t.d. gamla efnabúta í verkefnið. Það var einhver sem sagði mér að grímur þyrftu að vera saumaðar þriggja laga, eftir sérstökum aðferðum, svo þær skiluðu réttum tilgangi. Ég held að AndreA og Hildur Yeoman séu báðar að vinna með þannig saumaskap.

Gríman er líklega aukahlutur sem er kominn til að vera og því um að gera að velta þessu aðeins fyrir sér. Ég tók þó eftir því að þessi aukahlutur var ekki hluti að sýningum hátískunnar síðast og held ég að það sé með vilja gert – til að tengja ekki við eða minna fólk á þetta ömurlega ástand. Síðar meir held ég að þetta verði án efa hluti af vöruúrvali tískumerkjanna ..

Hér eru nokkrar sem ég mæli með. Tobba á DV bað mig einnig að gefa hugmyndir af grímum fyrir börnin en ég fór kannski svolítið sérstaka leið í því tipsi .. en hér að neðan hafið þið mitt babl –

VETRARGRÍMA

Hvernig verður grímunotkun þegar fer að kólna? Munum við öll bera gömlu góðu lambhúshettuna sem er þá auðvelt að setja fyrir muninn í vissum aðstæðum. Þessi er frá 66°Norður


HEIMATILBÚIN GRÍMA

Þegar dóttir mín (11 ára) ferðaðist ein til Íslands þá föndraði hún grímu úr gömlum Nike sokk af pabba sínum. Slíkar grímur virka ekki eins vel og þriggja laga en geta verið sniðugar fyrir börn og þá kannski á þeim aldri þar sem ekki er raunveruleg grímuskylda. Sonur minn sem er 4 ára fékk einnig að velja sér grímu en sú gerði ekki mikið gagn í sóttvörnum.

 

Alba með grímu úr gömlum sokk ..

GM með grímu, en aðeins öðruvísi grímu en við erum að spá í að þessu sinni ..

AndreA

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og vinkona mín gaf mér og Ölbu þessar grímur til að nota. Mér finnst þær æði og vona mikið að hún ætli sér að setja þær í sölu í verslun sinni í Hafnarfirði.

 

HILDUR YEOMAN


Íslenski hönnuðurinn Hildur Yeoman selur grímur úr efnum sem verða til spillis í saumaskap annarra flíka. Mæli með að skoða úrvalið hjá þeim á Skólavörðustíg en ég hef heyrt að þær seljist hratt upp.

APÓTEK

Ég hef kosið að nota þessar hefðbundnu apóteks grímur þegar ég þarf að ferðast milli heimilis míns í Danmörku og Íslands. Ég treysti þeim einhvernvegin best. Þarf að gæta ítrasta hreinlætis við notkun grímurnar, snerta þær sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á einhvern hátt. Fást td: HÉR

SPÚÚTNIK

Spúútnik á Laugarvegi selur úrval af grímum í allskonar efnum.

Hugum að heilsunni. Grímur eru snilldar fylgihlutur á sama tíma og þær vernda okkur og aðra.

 

Lesið líka: Færð þú bólur af andlitsgrímum

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

KEKB - þakkir til allra í klappliðinu

Skrifa Innlegg