fbpx

FÆRÐ ÞÚ BÓLUR AF ANDLITSGRÍMUM?

HÚÐUMHIRÐA

HI!

Það er einstaklega mikilvægt að huga vel að húðinni okkar á þessum tímum þegar við þurfum að ganga með andlitsgrímu marga klukkutíma í senn. Við tókum saman nokkur ráð til að sporna við því að húðin fari að ertast og steypast út í bólum vegna grímanna. 

Hreinsun

Að þrífa húðina vel og hugsa um hana er eitt það besta sem hægt er að gera á þessum tímum. Ekki gleyma tvíhreinsuninni, taka farðan fyrst af og síðan þrífa húðina vel. Notið góð rakagefandi krem morgna og kvölds og verið dugleg að dekra við húðina!

Bólur

Ef húðin er gjörn á að fá bólur eða stíflast undan grímunni er gott að hugsa vel um þau svæði. Það er hægt að kaupa glæra plástra sem sótthreinsa og minnka bólgur í húðinni. Plástrarnir eru límdir yfir bólurnar eða áhyggjusöm svæði og síðan er hægt að farða létt yfir þá. 

Förðun

Fyrir þá sem fýla létta förðun er litað dagkrem með sólarvörn fullkomið undir grímuna. Það er að sjálfsögðu gott að hafa létt lag af förðunarvörum undir grímunni en að sjálfssögðu er það val hvers og eins.
Fyrir þá sem vilja vera meira farðaðir er gott að einblýna á augun ef gríman þarf að vera á andlitinu allan daginn og ekki gleyma augabrúnunum.
Til að farði haldist á andlitinu undir grímunni mælum við með því að undirbúa húðina vel með viðeigandi primerum og kremum. Ef þið þurfið að vera förðuð yfir langan tíma er mikilvægt að ”layera” vörunum vel og nota langvarandi vörur.

Förðunartól

Þrif og sótthreinsun á förðunartólum er nú eins og ávallt ótrúlega mikilvæg. Þrífum förðunarbursta og beautyblenderinn oftar nú en áður til að koma í veg fyrir að óhreinindi og bakteríur komi í snertingu við andlitið okkar og munum að sótthreinsa allt vel!

Förum varlega!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

FEGURÐARMÝTUR

Skrifa Innlegg