fbpx

GLEÐILEGAN KOSNINGADAG

Góðan daginn og gleðilegan kosningadag.

Ég hef fundið fyrir óöryggi ungs fólks um val á flokki í aðdraganda kosninga. Ég sjálf myndi helst vilja sameina margar öflugar ungar konur sem nú eru í framboði, sem og annað fólk sem ég held að ég treysti. Þannig virkar þetta víst ekki, það er því mikilvægt að taka ákvörðun um hvaða flokkur endurspeglar best okkar gildi.

Í vikunni hef ég spjallað við fylgjendur á IG og fengið hjálp ykkar við mitt val og að sjálfsögðu ætla ég að nýta kosningarétt minn og vona að þið gerið slíkt hið sama.

Sólin skín, bjart er yfir borginni, kjósum og höfum áhrif.

Ég er á leiðinni út hér heima með þetta hlaðvarp í eyrunum, mæli með ef þið eruð enn óviss.
Eins er ágætt að taka svona kosningapróf sem eru í boði víða.

Mætum á Kjörstað, áfram Ísland.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SMÁFÓLKIÐ: GRAY LABEL

Skrifa Innlegg