English Version Below
Við fjölskyldan munum fagna áramótunum á Íslandi í þetta sinn. Handboltamaðurinn á heimilinu á að vísu leik annað kvöld og því mætum við ekki á klakann fyrr en korter í mat á Gamlársdag …. en við rétt náum ;)
Ég hef brennt mig á því árlega að vera sein þegar kemur að fatavali fyrir þetta mikla partýkvöld. Eru fleiri í þeirri stöðu? Ég fór yfir úrvalið í íslenskum verslunum og tók út nokkrar flíkur sem kölluðu á mig. Á Gamlárskvöld má stíga aðeins út fyrir rammann í fatavali og meira er leyfilegt. Samfestingar eru eitthvað sem ég tengi við þetta kvöld, samstæðudress, glimmer, pallíettur og aukahlutir. Eru þið sammála mér þar?
Hér fáið þið hugmyndir –
Systir mín mátaði þennan í gær og “seldi mér hann” þegar hún spurði mig um álit á tveimur flíkum. Ykkur líka? Ekki klæðast honum við ökklasokka eins og hún gerir á þessari mátunarklefamynd ;)
Fæst: Gallerí 17
Þessi toppur gengi pörfekt við “náttbuxurnar” sem ég sagði ykkur frá á dögunum. Hælar og dökkar varir.
Fæst: Einvera
Pallíetta og opið bak.
Fæst: Einvera
Þessi kjóll er íslensk hönnun frá Helicopter. Hann heitir “New Beginnings dress” og því mjög viðeigandi þegar tekið er á móti nýja árinu.
Fæst: Kiosk Laugavegi
V hálsmál og víðar skálmar. Ég myndi klæðast mjög háum skóm og setja hárið í hnút.
Fæst: Lindex
Pallíettu pils(ið) fæst í Evu á Laugavegi – eða í Malene Birger fyrir ykkur sem eruð ekki á Íslandi. Fallegt …
Ég myndi klæðast því við einfaldann tshirt með víðu hálsmáli og stóra eyrnalokka.
Glitrandi samstæða – verður ekki áramótalegra.
Frá Hildur Yeoman.
Fæst: Kiosk Laugavegi
Síðerma samfestingur sem hægt er að poppa upp og niður. Gala á Gamlárskvöld en við sneakers seinna meir.
Fæst: Vero Moda
Uppháar buxur og þessi hér.
Fæst: Vila
Fallegi blúndu samfestingur frá Zöru
Þessi Hildar Yeoman dásemd fer hávöxnum vel. I wish …
Fæst: Kiosk Laugavegi
Það er einhver ákveðinn stimpill yfir þessum fína kjól frá Topshop. Við hann myndi ég einungis klæðast þunnum svörtum sokkabuxum og fallegum skóm.
Ef við viljum gera mjög góð kaup þá er þessi málið. Fallegur fínt og casual frá Andreu Boutiqe.
Fæst: AndreA Boutiqe Hafnafirði og Laugavegi
Happy shopping!
//
Only two days until New Year’s Eve. I am always pretty late to pick out the dress – do you have the same problem?
I was surfing today looking for good ideas and wanted to share it with you. All the items above are available in Icelandic stores
Which one is your favorite?
I will fly home to Iceland to celebrate and will be there right before dinner.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg