Ég stoppaði stutt við í franska að þessu sinni. Rúman sólarhring fékk ég með manninum mínum áður en að við mæðgur vorum svo aftur komnar uppá flugvöll og ég, aftur, á leið í háloftin.
Ég fékk einn dag í létt klæðnaði enda hitastigið nálægt 30 gráðunum – ótrúlegt í september.
Gunni fékk gjöf frá Íslandi og notaði hana strax. Skyrtu frá Selected Homme – sætur. Pakkað úr og í töskur.
Mikið gott að ná þessari skottu með mér í næsta ferðalag eftir langan aðskilnað.
Um borð með kaffi og tísku í boði Air France.
Og Alba skoðaði íslenska barnatísku – í Smáralindarblaði Nude sem að mín heimtaði að taka með sér.
Og hér sitjum við mæðgur núna, í millilendingu í París þar sem að við nærum okkur fyrir næsta flug.
Næst er það gamla landið okkar, Svíþjóð – Stokkhólmur. Segi ykkur fljótlega hvers vegna leiðin liggur þangað.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg