Fyrsti snjórinn er fallinn og ég naut þess að skoða fallegu myndirnar sem þið deilduð á Instagram. Veturinn er greinilega mættur á klakann og því eins gott að fara að skipta um gír í klæðaburði ef þið eruð ekki nú þegar búin að gera það.
Hér í Svíþjóð er líka orðið kalt og því hefur undirrituð verið að vinna með mörg lög af fötum þegar hjólað (já hér er nefnilega hjólað í kuldanum) er til vinnu á morgnanna.
Ég tók saman dress Frá toppi til táar sem ég myndi vilja klæðast í dag – eins og áður eru vörurnar allar frá íslenskum verslunum og því kauptips sem auðvelt er að nálgast.
//
The winter has arrived and I love it! Now we pick out clothes to keep us warm and I do it with twist this time.
Here you have my “From top to toe” – my wishes from Icelandic stores. Of course you can find most of the products in stores worldwide or online.
Brr .. its getting so cold outside.
- Peysa: 66°Norður
Mig hefur langað í þessa peysu lengi. Ég myndi kaupa hana í XL handa manninum mínum en stela henni svo til notkunar þegar ég þarf á því að halda. - Buxur: Selected
Mér finnst bootcut sniðið á buxunum svo næs og vona að þær séu ennþá til í Selected á Íslandi. Þær eru nefnilega búnar í minni stærð hérna úti. - Húfa: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis
Nú skiptum við út glingri fyrir húfu og vettlinga sem fylgihluti. Ég á eina góða sem ég dreg fram á þessum tíma árs. Sjá: HÉR
- Kjóll: Gallerí 17 – Moss by Kolbrún Vignis.
Þessi er æðislegur í sniðinu og hægt að nota sem kjól eða opinn sem slopp. Ég myndi nota hann lokaðann og vera í þykkri peysu yfir. Smá flower en samt kósý feelingur. - Skór: Dr.Martens – GS skór
Grófir og góðir í íslenska slabbið .. - Trefill: Acne
Æ þessi trefill er bara bestur í heimi og því læt ég hann vera með þó ég haldi að hann sé því miður ekki fáanlegur á Íslandi. Leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál. HÉR sjáið þið hann betur. - Sólgleraugu: Gucci – Augað Kringlunni
Þó það sé kominn vetur þá pökkum við ekki sólgleraugunum. Þessi tími árs getur verið hinn mikilvægasti fyrir sólbrillur á nefið. Sólin er lágt á lofti (þann stutta tíma sem hún sýnir sig yfir daginn) og því mikilvægur fylgihlutur, til dæmis við akstur. Mín nýjustu eru frá Auganu í Kringlunni. - Jakki: Barbour – GEYSIR
Mest langar mig í Barbour x Wood Wood útgáfuna sem fæst í Geysi. Þessi yfirhöfn er frábær og lifir lengi.
Happy shopping!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg