Þegar fer að vora þá tökum við fram sólgleraugun, reimum á okkur strigaskóna og skiptum varalitnum út fyrir nærandi varasalva. Það er ánægjulegt að sjá að það virðist vera vor í lofti víða þessa dagana, þar á meðal á Íslandi. Þó sú gula skíni skært þá má þó ekki gleyma að kíkja á hitamælinn sem segir okkur að það er ekkert t-shirt veður .. ekki ennþá!
Eins og þið vitið þá hef ég tileinkað mér að setja saman kauphugmyndir “Frá toppi til táar” hér á blogginu. Í þetta sinn ákvað ég að reyna að fara eins ódýra leið og möguleiki er á – úrvalið í ódýrari deildinni er alltaf að breikka og við fögnum því að sjálfsögðu. Hugmynd af helgardressi fáið þið hér að neðan ..
Sólgleraugu: Lindex – verð: 2875,-
Varasalvi: Maybelline – verð: 990,-
Rúllukragabolur: F&F – verð: 2.550,-
Skyrta: Vila – verð: 6.390,- Buxur: F&F – verð: 4.930,-
Skór: Skechers – verð: 13.995,-
//
I am used to put together “From top to toe” posts here on my blog. This time I tried to find some items that will not terminate your monthly budget.
So here you have some fairly priced dress – all from shops in Reykjavik with Icelandic prices.
The sunnies will soon be your most important accessory. The spring is coming even though it is no t-shirt weather yet. So in my opinion this could be the perfect casual dress for this time of the year.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg