fbpx

FÓLK X SYLVIA LOVETANK

FÓLK

Í morgun á netrúnti mínum rakst ég á nýopnaða facebook síðu listakonunnar Sylvíu Lovetank.
Verkin hennar eru pínu drungaleg en á sama tíma áhugaverð fyrir augað.
Ég hreyfst af fólkinu sem að hún teiknar. Þær myndir tjá svo miklar tilfinningar að maður sér næstum því hvað það er að hugsa.
– Sem að er fallegt.

Ég var forvitin að vita meira um þessa áhugaverðu konu á bak við verkin, og spurði því –

Hver er Sylvía?
Ég er Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Reyðfirðingur,
Ég útskrifaðist með BA í myndlist frá Willem de Kooning Academy í Hollandi 2007, flutti þaðan til London þar sem ég rak vefverslunina shop lovetank ásamt vinkonu minni en þar seldum við tískuvarnað og handmálaðar lovetank peysur.
Ég flutti svo heim til Íslands 2009 og hef verið hér síðan.
Ég hef tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið 3 einkasýningar, eina í Hollandi, eina í Stríðsárasafni Íslands og svo í Gallerý Kingdom Within á Skólavörðustíg í Reykjavík núna í desember sl.

Hvað er Lovetank?

Lovetank er listamannanafn og vörumerki sem ég starfa undir.
Ég mála aðallega portraits og á fatnað. Einnig tek ég að mér allskyns skapandi verkefni hvort sem tengist myndlist, tísku, kvikmyndagerð eða hönnun.

xx,-EG-.

WOOD WOOD 3rd Movement

Skrifa Innlegg