FOKK OFBELDI !
Þetta árlega átak frá UN Women snýr nú að kynbundnu ofbeldi og mun allur ágóði renna til verkefna samtakanna í Mið-Afríkulýðveldinu. Konur og stúlkur í Mið-Afríku lýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. Talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. UN Women gleymir hins vegar ekki og er á staðnum. Sem betur fer.
Til hamingju með vel heppnaðan nýjan FO bol UN WOMEN. Bolurinn fór í sölu í dag og ég klæðist mínum með stolti ár hvert, vonandi þið líka? Að þessu sinni tók ég XL og ætla að leyfa Gunna að nota hann með mér. Ég er vön að stelast í fötin hans og því ætti sú stærð að vera ljómandi góð fyrir mig líka.
Með því að kaupa FO bolinn veitum við „gleymdu konunum“ í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð.
FO bolurinn er hvítur á lit, síðerma og úr veglegri bómull. Aftan á bolnum er mynd eftir ljósmyndarann Önnu Maggý þar sem merking FO er sett fram í stíl orðabókarskilgreiningar.
FO /eff, o/ „Skýr og afgerandi afstaða gegn kynbundnu ofbeldi – alltaf allsstaðar.“
Tökum skýra afstöðu og styrkjum um leið mikilvægt málefni.
Bolurinn fæst: HÉR og í verslunum Vodafone í takmörkuðu upplagi. Mæli með!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg