fbpx

FATALÍNA GK REYKJAVÍK: BIRTA ÍSÓLFSDÓTTIR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUNSHOP

GK Reykjavik kynnti fyrir helgi fyrstu fatalínu verslunarinnar – hágæða flíkur sem eru að hluta til framleiddar á Íslandi. Birta Ísólfsdóttir er hönnuður línunnar en hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Það er gaman að segja frá því að mun fyrr keypti ég flík af þessari ungu lista og viðskiptarkonu þegar hún seldi hönnun sína á MySpace síðu (um árið … ). Það er gaman að fylgjast með fólki þroskast í sínu fagi frá upphafi. Ég tók Birtu smá spjalli –

Birta

 

Hver er Birta Ísólfsdóttir:

Birta er 28 ára fatahönnuður, Hvolsvallarmær búsett í miðbæ Reykjvíkur. Ég á tvo gullfiska og eina pottaplöntu sem ég hugsa um að alúð og það skemmtilegasta sem ég geri er að borða góðan mat.

Hvernig myndir þú lýsa fyrstu fatalínu GK Reykjavik?

Okkur langaði að endurvekja gamla GK merkið þar sem hefur verið töluverð eftirspurn eftir því. GK Reykjavík var stofnuð árið 1997 og á því fjölbreyttan og skemmtilegan kúnnahóp á öllum aldri. Línan samanstendur af klassískum vönduðum fatnaði í bland við street/götutísku fyrir bæði dömur og herra. Þetta er í raun frekar lítil fatalína sem ég vann í samstarfi við Evu Katrínu Baldursdóttur rekstrarstjóra GK Reykjavík.
Línan sem er komin í sölu núna er að mestu leiti framleidd hér á Íslandi  sem gefur okkur tækifæri á að byrja smátt en einnig erum við komin í samstarf við frábæra framleiðendur erlendis og hlökkum mikið til að geta framleitt stærri og fjölbreyttari línu.

Hver er þinn ferill hingað til?

Ég útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hef unnið sem slíkur síðan. Ég tók þátt í og sigraði hönnunarkeppninni Hannað fyrir Ísland og fékk í kjölfarið vinnu hjá 66°Norður. Í dag starfa ég sem fatahönnuður fyrir GK Reykjavík og sé einnig um stóran hluta hönnunar
og framleiðslunnar hjá NTC.

IMG_4187 IMG_4188 IMG_4189 IMG_4194

Framtíðarsýn?

Við Eva Katrín höfum unnið samnan í þónokkurn tíma og lengi talað um að hanna fatalínu fyrir GK Reykjavík. Hugmyndin er að byrja smátt og þróa síðan seasonal fatalínur fyrir dömur og herra og draumurinn er sá að herja inn á erlenda markaði í framtíðinni. Hér á Íslandi er jafnan lítið framboð
af vönduðum fatnaði fyrir yngra fólk sem hentar til skrifstofuvinnu – GK línan er meðal annars hugsuð til að mæta þeirri þörf.

 

Takk fyrir spjallið Birta. Ég hlakka til að fylgjast með framhaldinu. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

The World

Skrifa Innlegg