fbpx

FÆTUR UPP Í LOFT – ÍSLENSKIR SOKKAR FYRIR GÓÐAN MÁLSSTAÐ

FÓLKÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Ef ég má mæla með einni gjöf í litla jólapakka þessi jólin þá verð ég að nefna fallegt verkefni Amnesty sem loksins er farið í sölu. Um er að ræða sokka sem hannaðir eru til styrktar mikilvægs mannréttindastarfs og fara í sölu einu sinni á ári.
Að þessu sinni voru það hönnuðarnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðna sem lögðu sitt af mörkum til framlagsins. Vel valið úrvalslið töffara sem kunna sitt fag – íslensk hönnun á góðu verði til styrktar góðu málefni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

 

Hvað er Amnesty? 
Amnesty Internati­onal er alþjóðleg mann­rétt­inda­hreyfing rúmlega átta milljóna einstak­linga í meira en 150 löndum. Við berj­umst fyrir heimi þar sem sérhver einstak­lingur nýtur mann­rétt­inda sinna. Hreyfingin stendur vörð um mannréttindi, frelsi og reisn óháð húðlit, trú eða stjórnmálastefnu.

KAUPIÐ SOKKA HÉR

ANITA HIRLEKAR
Fást: HÉR

ALDÍS RÚN
Fást: HÉR

BERGUR GUÐNA
Fást: HÉR

Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinnur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. 

Sokkarnir fást í netverslun Amnesty: HÉR en einnig í Kiosk Grandagarði, verslunum Hagkaupa og Ungfrúnni góðu á Hallveigarstíg. Allur ágóði af sokkasölunni rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: DÝRMÆTI DAGUR

Skrifa Innlegg