Ef ég má mæla með einni gjöf í litla jólapakka þessi jólin þá verð ég að nefna fallegt verkefni Amnesty sem loksins er farið í sölu. Um er að ræða sokka sem hannaðir eru til styrktar mikilvægs mannréttindastarfs og fara í sölu einu sinni á ári.
Að þessu sinni voru það hönnuðarnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðna sem lögðu sitt af mörkum til framlagsins. Vel valið úrvalslið töffara sem kunna sitt fag – íslensk hönnun á góðu verði til styrktar góðu málefni.
View this post on Instagram
Hvað er Amnesty?
Amnesty International er alþjóðleg mannréttindahreyfing rúmlega átta milljóna einstaklinga í meira en 150 löndum. Við berjumst fyrir heimi þar sem sérhver einstaklingur nýtur mannréttinda sinna. Hreyfingin stendur vörð um mannréttindi, frelsi og reisn óháð húðlit, trú eða stjórnmálastefnu.
ANITA HIRLEKAR
Fást: HÉR
ALDÍS RÚN
Fást: HÉR
BERGUR GUÐNA
Fást: HÉR
Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinnur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum.
Sokkarnir fást í netverslun Amnesty: HÉR en einnig í Kiosk Grandagarði, verslunum Hagkaupa og Ungfrúnni góðu á Hallveigarstíg. Allur ágóði af sokkasölunni rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.
Happy shopping!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg