Tölum um tryggingar … kannski ekki svo spennandi umræðuefni? Jú, reynum að hafa þetta bara á léttu nótunum. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja sig en ég hef alltaf miklað það svo mikið fyrir mér, því hef ég ekki náð að strika þennan punkt af ToDo listanum í alltof langan tíma, breytum því hér með! Við Gunni höfum verið lengi búsett erlendi og þurftum því að koma þessum málum á hreint hér á klakanum góða.
Ég á einn kunningja sem vinnur hjá TM og hann sagði mér að þó hann væri hlutdrægur, þá væri TM með lang þægilegustu leiðina til að klára málin á heimasíðunni hjá þeim. Ég tók áskoruninni og úr varð þetta samstarf. Þetta var líklega rétt hjá honum því ég var búin að klára dæmið yfir kaffibollanum á engri stund. Á heimasíðunni er maður leiddur í gegnum einföld skref, hvert á fætur öðru.
Gott að geta klárað málin bara þar sem maður er staddur og þegar maður hefur tíma …
Það er stóra spurningin …
Ég óskaði eftir ráðleggingu og vildi helst bara fá einhvern staðlaðan kjarnafjölskyldupakka, því manni finnst stundum eins og maður sé að oftryggja sig eða jafnvel tvítryggja. Það var þó alveg svo einfalt en ég fékk góð ráð sem ég fylgdi. Það sem við enduðum með var líf- og sjúkdómatrygging fyrir okkur hjónin. Fyrir heimilið tókum við bruna-, fasteigna- og heimilistryggingu. Við þetta bætist síðan blessaður bíllinn og við veltum fyrir okkur að taka barnatryggingar, en gerðum það ekki á þessum tímapunkti.
Þetta gerðum við allt saman heima við eldhúsborðið á stuttum tíma og mér þótti jákvætt að verðin voru föst og þeir lofa sínum bestu verðum með þessum hætti. Áður höfum við alltaf fengið tilboð á nokkrum stöðum og reynt að lækka þessi gjöld þannig. Ég tek það þó fram að ég hef ekki upplýsingar um hvort ég hefði getað sparað einhverjar krónur ef ég hefði farið þá leið.
Ég ætla að halda þessu einföldu og stuttu, svo að þið trúið mér hversu einfalt og þægilegt þetta er ;)
Ég mæli með þessari frábæru og sjálfvirku leið hjá TM. Engin samskipti, engin tilboð og ekkert vesen.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg