Þegar að litla systir mín, Ingibjörg, útskrifaðist langaði mig svo til þess að gefa henni persónulega gjöf. Ég var með valkvíða á hugmyndir og fann enga sem að ég virkilega var sátt við.
En svo var ég sniðug, eða heppin að fatta hana Elísu.
Elísa Ósk Viðarsdóttir er íslenskur ungur listamaður með mikla hæfileika.
Hún er ótrúleg þegar að kemur að því að teikna fólk og ég hef ekki séð neinn sem að er jafn klár í því og hún.
Nýlega hefur hún breytt örlítið um stefnu í sköpun sinni þar sem að hún gerir ýmis ævintýri út frá útliti fólksins sem að hún tekur fyrir. Þar féll ég fyrir henni og bað hana um að hjálpa mér að gera hina fullkomnu útskriftagjöf.
Eftir að ég sendi henni andlitsmynd af systur minni þá teiknaði hún myndina í ævintýrastíl.
Það sjá allir sem að þekkja Ingibjörgu að þetta er hún – gæti verið ljósmynd, hún nær henni svo vel.
Ég verð að mæla með henni eins mikið og ég get vegna þess hversu ótrúlega ánægð ég er með útkomuna á minni mynd. Ég vil meina að þetta sé hið fullkomna listaverk til að gefa – Tímalaus gjöf sem gleður.
Finnst ykkur þetta ekki fínt !!?
Meira : HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg