Mér fannst ég verða að fjárfesta í H&M flík fyrir H&M viðburð í Osló á dögunum. Þessi jakki beið eftir mér á útsöluslá og ég greip hann í flýti og notaði hann daginn eftir. Marta María (á Smartlandi) hafði orð á jakkanum og sagði mér heiti munstursins sem er ekki endilega skilgreint sem “köflótt” heldur kemur það frá dönsku frændum okkar og nefnist “Haneføde” eða hænsnafótamunstur – áhugavert ..
Eins og þið vitið þá eru yfirhafnir sú flík sem ég kaupi lang mest af og ég held líka að það sé sú flík sem gerir hvað mest þegar litið er á heildarlúkkið. Þú getur klæðst sömu fötunum dag eftir dag en þegar þú skiptir um jakka þá tekur enginn eftir hinu sem er undir ;) ég vil meina það ..
//
When going to the H&M Conscious Event last month I wanted to wear something from their stores. Found this one on sale, last minute buy before the event in Oslo.
Yfirhöfn: H&M trend
Buxur: H&M
Skór: Mango (ekki Chanel eins og ég hef fengið spurningar um ;) )
Ohh og sjáið þið svo hvað er fallegt í útjaðri Oslo! Takk fyrir mig. Meira: HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg