fbpx

CPH SS14: HARPA KÁRADÓTTIR VAR BAKSVIÐS

BEAUTY

Harpa Káradóttir er verslunarstjóri í snyrtivöruversluninni Mac í Kringlunni. Þegar að hún stendur ekki vaktina á gólfi verslunarinnar er hún með mörg önnur verkefni á borðinu. Hún hefur tekið þátt í RFF síðustu tvö árin , séð mikið um makeup í sjónvarpi, tónlistarmyndböndum, auglýsingum og tískuþáttum fyrir helstu íslensku tímaritin – svo eitthvað sé nefnt. Stúlka sem að er alltaf með eitthvað á nálinni enda hægileikarík og með metnað fyrir sínu fagi.

Heppnin var með Hörpu þegar að henni var boðið að taka þátt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem að fram fór á dögunum.

,, Ég var valin af MAC þar sem að fólk frá Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Íslandi getur sótt um að taka þátt í svokölluðu Event Team. Svo eru um 15 manns sem komast inn. “

Heppnin var líka með okkur því að ég nældi mér í svör við nokkrum áhugaverðum spurningum um hennar sýn á hátíðina.

Hvaða sýningum tókstu þátt í?
Ég tók þátt í David Andersen, Mark Tan, Jewelry Show, Bruuns Bazaar og Designers Nest.

Hvað fannst þér standa upp úr?
Það var mjög margt sem stóð upp úr. Ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum í gangi. Það sem að er mest í gangi er mjög ljómandi falleg náttúruleg húð.  Mikið um highlight í bæði perlu og ljósbleikum tónum. Við notuðum mikið af krem vörum á húðina og í flestum sýningunum sem MAC tók þátt í var Mineralize Moisture foundation meikið upp á borðunum. Það er einning mikið augabrúnatrend í gangi þar sem þær eru gerðar frekar náttúrulegar en í stærri kanntinum og frekar beinar (pínu karlmannlegar).

Hvað var mest áberandi þegar kom að förðuninni?
Glossáferð var allsríðandi á þessari tískuviku –  við notuðum mikið gloss á kinnar,varir, augu og á augabrúnir og einning er greinilegt að glimmer er komið aftur í tísku. Við notuðum mikið svarta kola-eyelinera sem við smöddsuðum frekar brussulega í kringum augun og skelltum síðan glossi eða varasalva yfir.
Pælingin bak við mikið af make up-unum sem við gerðum var annað hvort mjög clean, ljómandi húð og náttúrulegt eða alveg í hina áttina – frekar messí dökk augu (eins og þú væri ný vöknuð af djamminu og færir beint aftur út) en húðin þó falleg.

Aftur að ári?
Já, ég held að þetta sé mjög ávanabindandi!

r a hha

Takk fyrir spjallið Harpa.

xx,-EG-.

DRESS

Skrifa Innlegg