Ég gaf mér ekki mikinn tíma til þess að fylgjast beint með tískuvikunni í Kaupmannahöfn að þessu sinni. Í gærkvöldi settist ég þó loksins yfir sýningar fyrri daga. Í dag set ég þær niður á blað.
Ég heillaðist af:
Stíliseringunni hjá WoodWood. Ég er viss um að við verðum allar með tvær fléttur í hárinu fljótlega. Handviss. Ég er þó ennþá að meta fiskihattana en þeir voru þó sjáanlegir hjá fleiri hönnuðum? Sporty spice –
Meira sporty hjá Bibi Chemnitz en ég var sérstaklega spennt að sjá sýninguna þar sem að Ellen Lofts sá um stíliseringu – Vel gert ! Áfram Ísland.
Efnunum hjá ASGER JUEL LARSEN –
Ég vil alltaf sjá renndur, og renndur sá ég (!) – Pastel, fleiri munstur og elsku góðu snið frá Hendrik Vibskov. Ég held fyrir augun þegar að ég horfi á höfuðfötin. Ekki fín fyrir minn smekk.
Elegance hjá Malene Birger. Hvítt við hvítt í lausum efnum – ég elska.
_
Það er eins og áður með mig. Ég heillast af nokkrum flíkum úr hverri línu fyrir sig frekar en að ég missi mig yfir einhverjum einum hönnuði. Það er vel hægt að blanda þessum dæmum hér að ofan þó að hönnuðirnir séu ólíkir. Danir halda áfram að vera með þetta sumarið 2014. Það bjóst þó örugglega enginn við öðru.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg