Ég veit ekkert betra en að fá í hendurnar skandinavísk tímarit. Ég fékk eitt slíkt um helgina þegar vinur okkar frá Svíþjóð kom færandi hendi með það til franska.
StyleBy er sænskt tískutímarit sem ofurbloggarinn og athafnarkonan Elin Kling kom á laggirnar. Fyrsta issue-ið kom út fyrir tæpum þremur árum og ég tók strax ástfóstri við það, en þá var ég búsett í Svíþjóð. Í dag fæ ég ekki jafn mörg tækifæri til að eignast eintak en stundum er ég heppin, til dæmis í þetta skiptið.
Skemmtilega uppsett og þægilegt til lesturs, bæði uppsetningin og mögulega sú staðreynd að það er á sænsku sem hentar auðvitað vel fyrir mig.
Ofurfyrirsætan Frida Gustavsson er óaðfinnanleg á forsíðunni að þessu sinni ásamt því að sýna vortrendin á fallegum síðum inni í blaðinu. Columbine Smille, fashion director blaðsins, sá um stíliseringu þáttarins.
_
Jæja, ég hef klukkutíma til að lesturs að sinni. Best að byrja.
Gleðilegan mánudag … ég hugsa að þessi vika verði bara nokkuð góð.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg