fbpx

BRÚÐKAUP: ELIN KLÆDDIST BALENCIAGA

BEAUTYFÓLK

hbz-elin-kling-wedding-lead-vJ20ro-promo-sm

Sænski ofurbloggarinn og athafnarkonan Elin Kling gifti sig um nýliðna helgi unnusta sínum Karl Lindman.
Ég fylgi þeim i á Instagram og var yfir mig spennt yfir merkingu brúðkaupsgesta á  sjálfan stóra daginn.
Það biðu eflaust margir með eftirvæntingu eftir að sjá brúðarkjólinn en hann stóðst allar væntingar, gullfallegur frá Balenciaga.
Elin er þekkt fyrir klassískan klæðaburð og í þessum kjól stóð hún fyrir sínu með einfaldleikann að vopni, glæsilegri sem aldrei fyrr.
Eins og sannri fashionistu sæmir klæddist hún öðrum kjól síðar um kvöldið og var sá hinn sami frá Altuzarra. Skórnir voru frá Jimmy Choo.

photo 11photo 110440627_10152486520261253_6549835940596328525_n-1photo 23photo 3 photo 2 10389645_10152486518141253_5527781212761363337_n photo 4
Staðsetningin á veislunni var algjört drauma … óperukjallari í hjarta Stokkhólms. Brúðhjónin eru búsett í New York en stíllinn yfir brúðkaupinu var svolítið í þeim anda en þó með skandinavískum brag.

Áhugasamir geta slegið inn #klingmans á Instagram fyrir fleiri myndir.

Skál fyrir ástinni.

xx,-EG-.

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Guðrún

  25. June 2014

  hahaha.. glöð að ég sé ekki einum þessa “hnýsni” :-) þegar ég áttaði mig á hashtaginu hjá Linn og systur hennar, var ekki aftur snúið. Elska Frú Kling, algjör frumkvöðull á sínu sviði en sakna þó persónulegra outfitta eins og í denn.

  Takk fyrir frábært blogg.

 2. Elísabet Gunnars

  25. June 2014

  Takk fyrir að skilja eftir þig orð … og sömuleiðis, gott að vita af fleirum sem fylgdust með :)