fbpx

BÓNUS

LÍFIÐ

Ég lenti á skemmtilegum og mjög svo óvæntum díl hjá frönskum kaupmanni á horninu (í bókstaflegri merkingu) núna fyrir helgi.
Við áttum leið framhjá og ég rek augun í pels á slánni fyrir utan, þann svarta hér fyrir neðan.
Það er ekki frásögufærandi nema að eftir prútt um pels, úlpu á manninn & kommóðukaup – sem að allt var keypt fyrir spottprís, þá hljóp kaupmaðurinn á eftir mér og spurði hvort að ég vildi ekki smá bónus. Þ.e.a.s hinn pelsinn(já þeir voru bara tveir í sölu) með mér heim. Hann var ekki meiri sölumaður en það !
Ég var ekki lengi að þiggja boðið. Sáttari sem aldrei fyrr með kaup dagsins.

Ég tek það fram að hitastigið var í kringum 30 gráðurnar og því ekki endilega mest viðeigandi tímasetning að skella sér í pelsapælingar. Enn í þetta sinn, algjörlega þess virði !

xx,-EG-.

SHOP

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  10. September 2012

  Ómæ.. ég þarf að komast til útlanda NÚNA
  :) svona gerist bara þar!

 2. Litlir Bleikir Fílar

  10. September 2012

  Ok þú ert kannski heppnasta manneskja í heimi. Fólk bókstaflega hleypir á eftir þér með pelsa.
  Það er ekki amalegt.

  Snillingur

 3. Elísabet Gunn

  10. September 2012

  Ég var að minnsta kosti svakalega hamingjusöm eftir daginn. Ég hefði samt kannski átt að taka það fram að maðurinn var líklega svolítið í því. Enda svolítið liðið frá hádegi. ;)