NEW IN: LOÐINNISKÓR

LOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Ég var svo heppin að fá par af nýju loðinniskónum frá merkinu Bocanegra en það er nýtt merki í GS SkómÉg valdi mér svarta einfalda en loðnir inniskór hafa lengi verið á óskalistanum.. Skórnir komu einnig í bleiku, beige & blönduðum lit sem eru mjög sérstakir & flottir! Einnig er hægt að kaupa með þykkari botn en ég valdi mér þynnri. Skórnir eru mjög ódýrir en þeir kosta 6.995 kr. Ég get ekki beðið eftir að klæðast þeim á Spáni í næstu viku… Hlakka til að sýna ykkur myndir frá þeirri ferð – endilega fylgist með mér á Instagram @sigridurr.

xSokkarnir eru frá Lindex..
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

VALKVÍÐI @GEYSIR

My closetNew closet member

 Vígaleg loð/leðurhúfa..

IMG_2302PicMonkey Collagefur

..Eða djúsí eyrnaband sem maður getur einnig notað sem kraga?

Ég ákvað(eftir MIKLAR vangaveltur) að kaupa bandið þar sem það kostaði hvorki meira né minna en 25.000kr minna en húfan. Svakalegur munur en að vísu er loðhúfa búin að vera lengi á óskalistanum mínum þannig að ég ákvað að taka hana frá þar til á morgun. Held að ég sé samt bara ansi sátt með bandið, eða hvað.. verulega tæpt að ég tími að punga út 39.500kr fyrir höfuðfat!

..

Decisions, decisions, decisions!

PATTRA

LANGAR: HVÍTUR FELDUR

LANGARSHOP

f

 H V Í T U R feldur er ofarlega í huganum þessa dagana. Eða frá því að ég rakst á þennan að ofan frá Lindex sem nýlega kom í búðir.
Kannski spilar líka inn í að ég er á leiðinni í aðeins meira haust þegar þetta er skrifað.  En ég hef ekki enn getað tekið fram hlýjar yfirhafnir í Þýskalandi þetta árið.

Það eru til ólíkar útfærslur sem mér líkar við. Þessar myndir að neðan eru dæmi um það.

q k j Fur - White - Coat - Animal Print Bag  t  y er g r h
Sama hvernig klæðnaðurinn er þá virðist hvítur feldur vera eitthvað til að setja punktinn yfir.

Ég ætla að tékka á þessu þegar ég lendi í gamla landinu mínu.
Við sjáumst nefnilega næst í Svíþjóð!

xx,-EG-.

RITA FUR Á ÓSKALISTA

FASHIONFÓLKFRÉTTIRLANGAR

Charlotte-Simone-7Vogue-6Nov13-pr_b_426x639

Þessir dásamlegu feldir eru samstarfsverkefni hönnuðarins Charlotte Simone og stílistans Kyle De‘volle. Simone er þekktust fyrir að hanna fallegar vörur sem að hlýja í kuldanum. En De’volle er hvað þekktastur fyrir vinnu sína með smekklegu Ritu Ora en hún var honum innblástur fyrr verkefnið og er góðvinkona þeirra beggja.
Maður getur alltaf á sig feldum bætt og þessi er sérstaklega fínn. Ég er mjög hrifin.

Feldurinn mun einungis vera í sölu á heimasíðu Charlotte Simone: HÉR en þar er líka annað freistandi í sölu.

Charlotte-Simone-4-Vogue-6Nov13-pr_b_426x639 Charlotte-Simone-6-Vogue-6Nov13-pr_b_426x639 Charlotte-Simone-5-Vogue-6Nov13-pr_b_426x639 Charlotte-Simone-2-Vogue-6Nov13-pr_b_426x639

Þessi er svo sannarlega kominn á jólagjafalistann! En hann hann minnir mig mjög á einn sem að ég var sjúk í fyrir rúmu ári síðan. Mary Kate seldi mér löngunina, en hún klæddist honum frá Prada. Ætli hugmyndin komi þaðan?

mary-kate-olsen-and-prada-fur-stole-white-and-blue-gallery

Langar …

xx,-EG-.


KÓSÝ KAUPMANNAHÖFN

My closet

Á fimmtudaginn fórum við Elmar í spontant sólarhrings ferð til Kaupmannahafnar þar sem við áttum góðar stundir með góðum vinum. Þó að ég sé engin jóladama var ansi notalegt að rölta um göturnar í mjög svo jólalegu Köben!

Fína Gæran mín sem ég keypti í Geysi í sumar hélt mér heitri í allan gærdag. Mér fannst hún lúkka ofsalega vel með vintage Levi’s gallajakknum mínum. Blanda af vetri&sumri, skemmtilegt.

..

On Thursday we took a spontaneous road trip to Copenhagen and had a super fun and cozy 24hrs with our good friends. Even though I am a little bit of a Grinch I did enjoy walking the cozy and christmassy streets of lovely Copenhagen!

PS

NÝTT Í FATASKÁPINN

New closet member

Fjárfesti í þessum fínu flíkum úr elsku H&M í gær og mikið er ég himinlifandi með kaupin. Sá þennan fjaðrapels einn og yfirgefinn í mátunnarklefanum, síðasti í búðinni og ég var svo heppin að hann var akkúrat í minni stærð. Mig hefur einmitt langað í fjaðrapels í langan tíma. Ökklastígvélin finnst mér fullkomin, stál-details aftaná er punkturinn yfir i-ið. Hællinn er um 10-12cm með 4cm platform, ofsalega þægileg!

..

Took these home with me from H&M yesterday and I’m so pleased with my purchase. I was just in need of a feather jacket and luckily for me this one was the last one in the store which happens to be in my size, ment to be! The booties are perfect, those metal details are just right and they are super duper comfy.

PS

ICB

SHOP

Þessi fallegi leðurjakki hér fyrir neðan er úr sérstakri haustlínu Prabal Gurung, kölluð ICB.
ICB línan var hönnuð með það að markmiði að ná til stærri markhóps – á hagstæðara verði.
Það sem að er svo grátlegt við þessa “ódýru” lausn, er það að jakkinn kostar samt 175.000 íslenskar.

 Sniðið er svo öðruvísi en samt casual.
Fóðrið setur svo punktinn yfir i-ið og heldur líklega vel á manni hita.
Mér finnst hann svo fullkominn.

Fæst: HÉR

xx,-EG-.

BÓNUS

LÍFIÐ

Ég lenti á skemmtilegum og mjög svo óvæntum díl hjá frönskum kaupmanni á horninu (í bókstaflegri merkingu) núna fyrir helgi.
Við áttum leið framhjá og ég rek augun í pels á slánni fyrir utan, þann svarta hér fyrir neðan.
Það er ekki frásögufærandi nema að eftir prútt um pels, úlpu á manninn & kommóðukaup – sem að allt var keypt fyrir spottprís, þá hljóp kaupmaðurinn á eftir mér og spurði hvort að ég vildi ekki smá bónus. Þ.e.a.s hinn pelsinn(já þeir voru bara tveir í sölu) með mér heim. Hann var ekki meiri sölumaður en það !
Ég var ekki lengi að þiggja boðið. Sáttari sem aldrei fyrr með kaup dagsins.

Ég tek það fram að hitastigið var í kringum 30 gráðurnar og því ekki endilega mest viðeigandi tímasetning að skella sér í pelsapælingar. Enn í þetta sinn, algjörlega þess virði !

xx,-EG-.