Ég lenti á skemmtilegum og mjög svo óvæntum díl hjá frönskum kaupmanni á horninu (í bókstaflegri merkingu) núna fyrir helgi.
Við áttum leið framhjá og ég rek augun í pels á slánni fyrir utan, þann svarta hér fyrir neðan.
Það er ekki frásögufærandi nema að eftir prútt um pels, úlpu á manninn & kommóðukaup – sem að allt var keypt fyrir spottprís, þá hljóp kaupmaðurinn á eftir mér og spurði hvort að ég vildi ekki smá bónus. Þ.e.a.s hinn pelsinn(já þeir voru bara tveir í sölu) með mér heim. Hann var ekki meiri sölumaður en það !
Ég var ekki lengi að þiggja boðið. Sáttari sem aldrei fyrr með kaup dagsins.
Ég tek það fram að hitastigið var í kringum 30 gráðurnar og því ekki endilega mest viðeigandi tímasetning að skella sér í pelsapælingar. Enn í þetta sinn, algjörlega þess virði !
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg