fbpx

BONJOUR PARIS FASHION WEEK

FASHION WEEKFÓLK

Mér fannst ég lent í París þegar ég fletti í gegnum sólríku myndirnar frá tískuvikunni sem þar stendur hæst. Síðustu daga hefur verið sérstaklega heitt á meginlandinu og gestir tískuborgarinnar klæða sig eftir því. Eins og ég hef oft sagt þá er ekki síður skemmtilegt að fylgjast með götutískunni eins og tískupöllunum. Ég tók saman nokkrar myndir sem birtar hafa verið á ýmsum miðlum síðustu daga. Bonjour Paris Fashion Week  .. mikið vildi ég að ég væri nær.

Sú gula hefur líka látið sjá sig hér í höfuðborginni og við fögnum því að sjálfsögðu með því að taka okkur þessi dress að ofan til fyrirmyndar. Bara það að fá að hafa sólbrillurnar á nefinu er eitthvað sem ég þakka fyrir.

Fólk veitir innblástur og sérstaklega á tískuvikum !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Þessi uppháu bláu HC Dior stígvél eru einhverjir þeir allra fallegustu sem ég hef augum litið!!! Búin að liggja yfir myndum af þeim á netinu og slefa… :)