Bloggsíðan Bonaparte er áhugaverð ný hugmynd sem að greip áhuga minn. Síðan er ný af nálinni og sérstök að því leitinu til að þar birtast vikulegar færslur og aðeins ein færsla fær að standa í einu. Póstarnir eru skrifaðir af stofnendum en þær eru Gyða Lóa Ólafsdóttir, mannfræðinemi og Dóra Hrund Gísladóttir myndlistakona. Myndirnar eru skemmtilega teknar og sjarmerandi – allar af húsnæðum hjá ungu íslensku fólki
Ég forvitnaðist meira.
_
Hvað er Bonaparte?
Síðan er á blogg-formi og á henni birtast vikulegar færslur þar sem við heimsækjum ungt og skemmtilegt fólk, ýmist á heimili þeirra eða vinnustofur. Fókusinn er á fólk undir 35 ára aldri, en við viljum reyna að hafa færslurnar sem fjölbreyttastar og leitum til lesenda síðunnar, vina og kunningja um ábendingar að áhugaverðum rýmum.
Hugmyndin kom upp yfir rauðvínsglasi snemma í vor. Okkur fannst vanta einhvers konar miðil sem sýndi hvernig ungt fólk í dag gerir fínt í kringum sig með sniðugum og ódýrum lausnum en ekki með flóknum framkvæmdum og rándýrum hönnunarhúsgögnum. Eins og með allar góðar hugmyndir þá á maður að framkvæma þær sjálfur en ekki bíða eftir að einhver annar geri það svo við ákváðum að prófa þetta bara. Nokkrar vikur fóru í undirbúning, leit að fyrstu heimsóknunum, hönnun síðunnar og fleira og svo settum við hana í loftið 26. apríl.
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Það hefur gengið mjög vel og allir sem við höfum heimsótt eru mjög ánægðir með útkomuna. Það er gaman að koma inn á heimili fólks í fyrsta sinn en ætli það sé ekki forvitnin sem veldur því að fólk hefur áhuga á þessu?
*
Stelpurnar eru alltaf í leit að nýjum og áhugaverðum heimilum og vinnustofum og því hvet ég þá sem að hafa áhuga að hafa samband og taka þátt í þessari skemmtilegu nýjung: HÉR
Klapp frá mér fyrir framtakasömu fólki !
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg