fbpx

BOB GEFUR SANNA GJÖF

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Þar sem ég er góðvinur Bob þá má ég til með að deila með ykkur fréttum af honum.

Bob Reykjavik afhenti nýlega UNICEF á Íslandi 250 fyrstu ullarteppin að gjöf, en með hverri seldri Bob vöru þá gefur fyrirtækið UNICEF þetta tiltekna teppi sem heldur hita á börnum í tjöldum flóttamannabúða. Frábært framtak!

5-1-26-Blankets

UNICEF býður uppá þann möguleika að gefa “Sannar gjafir“. Sönn gjöf er miklu fallegri en t.d. blóm eða annað sem við erum vanari að grípa þegar svo ber undir. Þegar fyrirtæki velja þann möguleika að gefa af sér með einhverjum hætti þá gefur það mér aðra upplifun en þegar ég kaupi aðrar vörur. Auðvitað fer BOB, vinur minn, þá leið ..

Bob bolirnir eru uppseldir á Íslandi, en nýlega bættust við háskólapeysur í úrvalið hjá þeim. Ég get ekki annað en mælt með því að þið (kvk) lesendur mínir kaupið þessa í næstu gjöf fyrir ykkar mann. Þar tala ég af reynslu – því ætli ég hafi ekki notað herrapeysurnar á þessu heimili álíka mikið og herra Jónsson. Þær eru hannaðar og seldar sem unisex og því er að sjálfsögðu hægt að fjárfesta fyrir sjálfa sig en ég er bara svo heppin að geta stolist í þær sem til eru á heimilinu – 2 fyrir 1.

Hér að neðan sjáið þið Bob Beautyið Önnu Jiu í M – selur manni lúkkið. Hrafnkell er líka alveg með þetta!

BobReykjavik2_P7A8614BobReykjavik2_P7A8590BobReykjavik2_P7A8527BobReykjavik2_P7A8505BobReykjavik2_P7A8461BobReykjavik2_P7A8449BobReykjavik2_P7A8408BobReykjavik2_P7A8401BobReykjavik2_P7A8334BobReykjavik2_P7A8293BobReykjavik2_P7A8284BobReykjavik2_P7A8247

Myndir: Baldur Kristjáns.

Fallegu BOB-bræður.

Fást í Húrra Reykjavík og HÉR.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDAYS

Skrifa Innlegg